Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 29-31 | Lygileg endurkoma gestanna Einar Kárason skrifar 11. mars 2020 20:00 Dagur Arnarsson, leikmaður ÍBV. vísir/daníel þór Nýkrýndir bikararmeistar ÍBV tóku á móti ÍR í Vestmannaeyjum í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimamenn í 6. sæti deildarinnar með 24 stig en gestirnir með 22 í 7.sæti. Fyrri leikur liðanna endaði með heimasigri Breiðhyltinga svo sigur skipti öllu máli fyrir bæði lið upp á innbyrðis viðureignir að gera. Leikurinn hófst af miklum krafti og skoruðu Eyjamenn fyrstu tvö mörk leiksins áður en ÍRingar svöruðu. Mikill hraði og mörk skoruð á kostnað markvörslu á fyrstu 10 mínútum leiksins en þá var staðan 9-6 fyrir ÍBV, sem gerðu vel í að halda gestunum í hæfilegri fjarlægð. Þannig spilaðist leikurinn áfram með Hákon Daða Styrmisson í fantaformi á miðjunni í liði ÍBV í fjarveru Dags Arnarssonar, en Hákon Daði var kominn með 7 mörk eftir 20 mínútna leik. Þá var staðan orðin 14-9 og bikarmeistararnir á fljúgandi ferð. Mestur varð munurinn 8 mörk í fyrri hálfleiknum en gestirnir skoruðu síðustu 2 mörk hálfleiksins og leiddu ÍBV því með 6 mörkum eftir fyrstu 30 mínúturnar. Eitthvað hefur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, sagt við sína menn í hálfleik því þeir mættu vel gíraðir og þéttir inn í síðari hálfleikinn. Gestirnir skoruðu fyrstu 2 mörk síðari hálfleiksins og munurinn því ekki nema 4 mörk og skjálfti kominn í leik ÍBV. Hægt og bítandi söxuðu Breiðhyltingar á heimamenn og höfðu að jafna leikinn þegar farið var inn í síðustu 10 mínúturnar. Tók þá við æsispennandi kafli þar sem liðin skiptust á að skora. Heimamenn létu reka sig útaf í tvígang við lítinn fögnuð áhorfenda sem beindu köllum sínum að dómurum leiksins. Það var svo þegar rétt rúmar 2 mínútur voru eftir á klukkunni að gestirnir komust í fyrsta skipti yfir í leiknum með marki Kristjáns Orra Jóhanssonar. Áfram héldu erfiðleikar ÍBV sóknarlega og ÍR fengu tækifæri til að komast 2 mörkum yfir á lokamínútu leiksins. Sveinn Andri Sveinsson kom boltanum í netið og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokaniðurstaða því tveggja marka sigur ÍR sem jafna ÍBV að stigum og með yfirhöndina innbyrðis. Af hverju vann ÍR? Mögulega var þreyta farin að segja til sín í liði ÍBV en við tökum ekkert af ÍRingum sem gáfust aldrei upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. 6 mörk eru ekkert í handbolta og með dugnaði og kannski smá heppni snéru þeir leiknum verðskuldað sér í hag. Hverjir stóðu upp úr? Kristján Örn Kristjánsson var atkvæðamestur í liði ÍBV með 8 mörk. Hákon Daði Styrmisson var frábær fyrstu 20 mínúturnar og skoraði 7 mörk. Það sem ótrúlegt er að eftir það kom hann boltanum ekki einu sinni í mark gestanna. Hjá gestunum var það öflugt þríeyki sem gerði 6 mörk hver, þeir Kristján Orri Jóhansson, Björgvin Hólmgeirsson og Þrándur Gíslason Roth, en Þrándur var frábær í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur gestanna virtist í molum í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað farið inn í hálfleikinn meira en 6 mörkum undir, en við tók sóknarleikur ÍBV í þeim síðari sem sá aldrei til sólar gegn þeim varnarmúr sem ÍRingar byggðu í hálfleik. Hvað gerist næst? Eyjamenn heimsækja Kópavoginn og etja þar kappi við HK á meðan Breiðhyltingar taka á móti Aftureldingu. Kristinn: Áttum í gríðarlega miklum erfiðleikum Kristinn Guðmundsson var að vonum svekktur með tapið í kvöld eftir að hafa haft yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og verið 6 mörkum yfir. ,,Já virkilega. Við grjótliggjum í seinni hálfleik með 8 mörkum. Við áttum bara í gríðarlega miklum erfiðleikum og skiluðum þessu ekki heim, því miður.” ,,Við vorum eiginlega hálf bensínlausir sóknarlega og áttum í miklum erfiðleikum á móti þeim. Þetta var eitthvað sem við ræddum í hálfleik og ætluðum okkur aldeilis að reyna að falla ekki í en féllum því miður í það og við verðum bara að skoða það sem við getum gert betur. Það er alltaf fullt af hlutum. Við erum að fá alltof mörg mörk á okkur í öðru og þriðja tempói. Ekki að ná að snúa almennilega og þeir að nýta sér veikleika hjá okkur í að koma okkur fyrir varnarlega. Vel gert hjá þeim en það eru hlutir hjá okkur sem við þurfum virkilega að skoða og laga.” Eyjamenn urðu bikarmeistarar um liðna helgi eftir sigra gegn Haukum og Stjörnunni. Tók sá leikur sinn toll hér í dag? ,,Auðvitað hefur þessi helgi áhrif, það er ekki nokkur spurning. Við ætluðum okkur, og strákarnir sýndu í fyrri hálfleik, ekkert að láta það á okkur fá. Svo verðum við bara að skoða það hvort að það sé ástæðan fyrir því að við grjótliggjum í seinni hálfleik. Hvort við höfum orðið svona ægilega bensínlausir eða hvort við höfum verið svona ógeðslega heimskir. Ég vil hallast að því að við höfum orðið bensínlausir og ég veit að leikmenn eru þungir, en það er alveg sama. Ég hefði viljað sjá okkur klára þetta,” sagði Kristinn. Bjarni: Þvílík barátta ,,Stórkostlegur seinni hálfleikur,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. ,,Þvílík barátta að koma til baka á einum flottasta útivelli á landinu. Ég er í skýjunum með þeirra frammistöðu.” Það átti sér stað 8 marka sveifla í síðari hálfleiknum. Eitthvað hefur Bjarni sagt til að kveikja í sínum mönnum. ,,Í raun og veru erum við heppnir þannig að vera ekki 10 mörkum undir í hálfleik. Við köstum leiknum frá okkur seinustu 15 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir voru komnir 8 mörkum yfir en við náum að narta þetta niður í 6 og þá er 6 strax betra en 8. Við skoruðum 2 síðustu mörkin í fyrri hálfleik og það gaf aðeins. Við spiluðum ekki góða vörn og vorum þar af leiðandi ekki með góða markvörslu. Þeir náðu að teygja okkur alltof langt og við vorum aftarlega og á hælunum.” ,,Við færðum okkur framar og þéttum miðjuna betur og reyndum að kveikja smá neista og við fengum góðar varnir strax í byrjun og ég held að það hafi gefið liðin sjálftraust strax. Við náðum að saxa muninn hratt niður og þá er þetta leikur í seinni sem var bara stál í stál.” Eyjamenn virtust skora að vild í fyrri hálfleiknum og var Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, með 7 mörk skoruð eftir 20 mínútur, en ÍRingar náðu að skrúfa fyrir sóknarleik þeirra í þeim síðari. Bjarni var ánægður með það en var meðvitaður um ástandið á Eyjaliðinu eftir liðna helgi. ,,Ég ætla ekkert að draga úr því að við erum að fá ÍBV líklega á besta tíma í heimi, nokkrum dögum eftir bikarúrslit þar sem þeir vinna frábæran sigur. Ég var búinn að leggja upp leikinn að hafa hann svolítið hraðan og að við myndum setja mikið power í hann. Mig grunaði að þeir myndu mögulega þreytast þegar myndi líða á og Hákon Daði var frábær í byrjun en við gáfum alltof mikið pláss á þristana okkar, sérstaklega Þránd (Gíslason Roth) og það er kannski mjög ósanngjarnt fyrir Þránd að vera aleinn með Hákon.“ ,,Við þéttum bara miðjuna miklu betur og það var í raun það sem breyttist. Fórum ofar með bakverðina til þess að koma þeim hærra til að teygja okkur ekki í sundur og það heppnaðist vel,” sagði Bjarni. Breiðhyltingar ferðuðust með Herjólfi í Þorlákshöfn milli lands og Eyja en Bjarni var ekkert væla undan því. ,,Við vorkennum okkur ekki neitt að þurfa að fara einu sinni hingað. Það er bara minnsta mál í heiminum. Auðvitað er þetta öðruvísi. Menn eru kannski ekki vanir þessu en það er bara gaman að koma hingað að spila. Ég held að menn séu alltar fullir tilhlökkunnar að koma því þetta verður hörkuleikur og það verða læti, það er það sem menn vilja. Öðruvísi, en við vorkennum okkur ekki neitt. Við gerum þetta einu sinni en þeir gera þetta í öðrum hverjum leik,” sagði Bjarni að lokum.
Nýkrýndir bikararmeistar ÍBV tóku á móti ÍR í Vestmannaeyjum í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimamenn í 6. sæti deildarinnar með 24 stig en gestirnir með 22 í 7.sæti. Fyrri leikur liðanna endaði með heimasigri Breiðhyltinga svo sigur skipti öllu máli fyrir bæði lið upp á innbyrðis viðureignir að gera. Leikurinn hófst af miklum krafti og skoruðu Eyjamenn fyrstu tvö mörk leiksins áður en ÍRingar svöruðu. Mikill hraði og mörk skoruð á kostnað markvörslu á fyrstu 10 mínútum leiksins en þá var staðan 9-6 fyrir ÍBV, sem gerðu vel í að halda gestunum í hæfilegri fjarlægð. Þannig spilaðist leikurinn áfram með Hákon Daða Styrmisson í fantaformi á miðjunni í liði ÍBV í fjarveru Dags Arnarssonar, en Hákon Daði var kominn með 7 mörk eftir 20 mínútna leik. Þá var staðan orðin 14-9 og bikarmeistararnir á fljúgandi ferð. Mestur varð munurinn 8 mörk í fyrri hálfleiknum en gestirnir skoruðu síðustu 2 mörk hálfleiksins og leiddu ÍBV því með 6 mörkum eftir fyrstu 30 mínúturnar. Eitthvað hefur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, sagt við sína menn í hálfleik því þeir mættu vel gíraðir og þéttir inn í síðari hálfleikinn. Gestirnir skoruðu fyrstu 2 mörk síðari hálfleiksins og munurinn því ekki nema 4 mörk og skjálfti kominn í leik ÍBV. Hægt og bítandi söxuðu Breiðhyltingar á heimamenn og höfðu að jafna leikinn þegar farið var inn í síðustu 10 mínúturnar. Tók þá við æsispennandi kafli þar sem liðin skiptust á að skora. Heimamenn létu reka sig útaf í tvígang við lítinn fögnuð áhorfenda sem beindu köllum sínum að dómurum leiksins. Það var svo þegar rétt rúmar 2 mínútur voru eftir á klukkunni að gestirnir komust í fyrsta skipti yfir í leiknum með marki Kristjáns Orra Jóhanssonar. Áfram héldu erfiðleikar ÍBV sóknarlega og ÍR fengu tækifæri til að komast 2 mörkum yfir á lokamínútu leiksins. Sveinn Andri Sveinsson kom boltanum í netið og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokaniðurstaða því tveggja marka sigur ÍR sem jafna ÍBV að stigum og með yfirhöndina innbyrðis. Af hverju vann ÍR? Mögulega var þreyta farin að segja til sín í liði ÍBV en við tökum ekkert af ÍRingum sem gáfust aldrei upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. 6 mörk eru ekkert í handbolta og með dugnaði og kannski smá heppni snéru þeir leiknum verðskuldað sér í hag. Hverjir stóðu upp úr? Kristján Örn Kristjánsson var atkvæðamestur í liði ÍBV með 8 mörk. Hákon Daði Styrmisson var frábær fyrstu 20 mínúturnar og skoraði 7 mörk. Það sem ótrúlegt er að eftir það kom hann boltanum ekki einu sinni í mark gestanna. Hjá gestunum var það öflugt þríeyki sem gerði 6 mörk hver, þeir Kristján Orri Jóhansson, Björgvin Hólmgeirsson og Þrándur Gíslason Roth, en Þrándur var frábær í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur gestanna virtist í molum í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað farið inn í hálfleikinn meira en 6 mörkum undir, en við tók sóknarleikur ÍBV í þeim síðari sem sá aldrei til sólar gegn þeim varnarmúr sem ÍRingar byggðu í hálfleik. Hvað gerist næst? Eyjamenn heimsækja Kópavoginn og etja þar kappi við HK á meðan Breiðhyltingar taka á móti Aftureldingu. Kristinn: Áttum í gríðarlega miklum erfiðleikum Kristinn Guðmundsson var að vonum svekktur með tapið í kvöld eftir að hafa haft yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og verið 6 mörkum yfir. ,,Já virkilega. Við grjótliggjum í seinni hálfleik með 8 mörkum. Við áttum bara í gríðarlega miklum erfiðleikum og skiluðum þessu ekki heim, því miður.” ,,Við vorum eiginlega hálf bensínlausir sóknarlega og áttum í miklum erfiðleikum á móti þeim. Þetta var eitthvað sem við ræddum í hálfleik og ætluðum okkur aldeilis að reyna að falla ekki í en féllum því miður í það og við verðum bara að skoða það sem við getum gert betur. Það er alltaf fullt af hlutum. Við erum að fá alltof mörg mörk á okkur í öðru og þriðja tempói. Ekki að ná að snúa almennilega og þeir að nýta sér veikleika hjá okkur í að koma okkur fyrir varnarlega. Vel gert hjá þeim en það eru hlutir hjá okkur sem við þurfum virkilega að skoða og laga.” Eyjamenn urðu bikarmeistarar um liðna helgi eftir sigra gegn Haukum og Stjörnunni. Tók sá leikur sinn toll hér í dag? ,,Auðvitað hefur þessi helgi áhrif, það er ekki nokkur spurning. Við ætluðum okkur, og strákarnir sýndu í fyrri hálfleik, ekkert að láta það á okkur fá. Svo verðum við bara að skoða það hvort að það sé ástæðan fyrir því að við grjótliggjum í seinni hálfleik. Hvort við höfum orðið svona ægilega bensínlausir eða hvort við höfum verið svona ógeðslega heimskir. Ég vil hallast að því að við höfum orðið bensínlausir og ég veit að leikmenn eru þungir, en það er alveg sama. Ég hefði viljað sjá okkur klára þetta,” sagði Kristinn. Bjarni: Þvílík barátta ,,Stórkostlegur seinni hálfleikur,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. ,,Þvílík barátta að koma til baka á einum flottasta útivelli á landinu. Ég er í skýjunum með þeirra frammistöðu.” Það átti sér stað 8 marka sveifla í síðari hálfleiknum. Eitthvað hefur Bjarni sagt til að kveikja í sínum mönnum. ,,Í raun og veru erum við heppnir þannig að vera ekki 10 mörkum undir í hálfleik. Við köstum leiknum frá okkur seinustu 15 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir voru komnir 8 mörkum yfir en við náum að narta þetta niður í 6 og þá er 6 strax betra en 8. Við skoruðum 2 síðustu mörkin í fyrri hálfleik og það gaf aðeins. Við spiluðum ekki góða vörn og vorum þar af leiðandi ekki með góða markvörslu. Þeir náðu að teygja okkur alltof langt og við vorum aftarlega og á hælunum.” ,,Við færðum okkur framar og þéttum miðjuna betur og reyndum að kveikja smá neista og við fengum góðar varnir strax í byrjun og ég held að það hafi gefið liðin sjálftraust strax. Við náðum að saxa muninn hratt niður og þá er þetta leikur í seinni sem var bara stál í stál.” Eyjamenn virtust skora að vild í fyrri hálfleiknum og var Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, með 7 mörk skoruð eftir 20 mínútur, en ÍRingar náðu að skrúfa fyrir sóknarleik þeirra í þeim síðari. Bjarni var ánægður með það en var meðvitaður um ástandið á Eyjaliðinu eftir liðna helgi. ,,Ég ætla ekkert að draga úr því að við erum að fá ÍBV líklega á besta tíma í heimi, nokkrum dögum eftir bikarúrslit þar sem þeir vinna frábæran sigur. Ég var búinn að leggja upp leikinn að hafa hann svolítið hraðan og að við myndum setja mikið power í hann. Mig grunaði að þeir myndu mögulega þreytast þegar myndi líða á og Hákon Daði var frábær í byrjun en við gáfum alltof mikið pláss á þristana okkar, sérstaklega Þránd (Gíslason Roth) og það er kannski mjög ósanngjarnt fyrir Þránd að vera aleinn með Hákon.“ ,,Við þéttum bara miðjuna miklu betur og það var í raun það sem breyttist. Fórum ofar með bakverðina til þess að koma þeim hærra til að teygja okkur ekki í sundur og það heppnaðist vel,” sagði Bjarni. Breiðhyltingar ferðuðust með Herjólfi í Þorlákshöfn milli lands og Eyja en Bjarni var ekkert væla undan því. ,,Við vorkennum okkur ekki neitt að þurfa að fara einu sinni hingað. Það er bara minnsta mál í heiminum. Auðvitað er þetta öðruvísi. Menn eru kannski ekki vanir þessu en það er bara gaman að koma hingað að spila. Ég held að menn séu alltar fullir tilhlökkunnar að koma því þetta verður hörkuleikur og það verða læti, það er það sem menn vilja. Öðruvísi, en við vorkennum okkur ekki neitt. Við gerum þetta einu sinni en þeir gera þetta í öðrum hverjum leik,” sagði Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira