Blikar á varðbergi vegna veirunnar en starfsemin óskert | Einn þjálfari í sóttkví Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 10:00 Margmenni kemur saman í Fífunni á hverjum einasta degi. Vísir/Vilhelm Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu. Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, þeirrar fjölmennustu á landinu, segir að félagið sé á varðbergi vegna kórónuveirunnar. Einn þjálfari í yngri flokkum Breiðabliks er í sóttkví en ekki hefur komið upp smit hjá iðkendum. Um 1500-1600 iðka fótbolta hjá Breiðabliki og Fífan er afar fjölfarin. „Við erum varkárir. Félagið hefur frestað viðburðum; golfsýningu, herrakvöldi og svo er árshátíð í apríl sem getur vel verið að verði frestað. Allt hefur þetta áhrif á tekjurnar inn í félagið,“ sagði Eysteinn í samtali við Vísi. „Við fylgjum öllum fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og störfum náið með Kópavogsbæ. Við fundum reglulega og tökum stöðuna dag frá degi.“ Fyrr í vikunni greindu Blikar foreldrum iðkenda frá því að þjálfari yngri flokka væri kominn í sóttkví. „Einn þjálfari er í sóttkví og foreldrum var tilkynnt um það á mánudaginn,“ sagði Eysteinn. Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri Breiðabliks.mynd/breiðablik Hann segir að Blikar hafi gripið til ráðstafana til að minnka líkurnar á smiti. „Eitt af því sem við erum að undirbúa er að starfsfólk geti unnið heima. Við erum með sprittstanda við alla innganga og það er oftar þrifið; spritta handrið, hurðahúna og fleira á þeim rýmum sem eru fjölförnust,“ sagði Eysteinn. Blikar hafa hingað til ekki fellt niður æfingar eða skert starfsemi sína. „Við höldum okkar striki þangað til annað er ákveðið,“ sagði Eysteinn. En hefur iðkendum á æfingum fækkað hjá Breiðabliki eftir kórónuveiran fór að breiðast út? „Ég er ekki alveg með puttann á þeim púlsi en í fljótu bragði get ég ekki séð það,“ sagði Eysteinn. En eru Blikar með viðbragðsáætlun ef smit kemur upp? „Þá leitum við til Kópavogsbæjar og almannavarna og fylgjum þeim í einu og öllu. Við erum alveg viðbúnir því að þurfa að grípa til skertrar starfsemi. En við förum ekki þá leið nema það verði tilmælin og það komi upp tilvik,“ sagði Eysteinn að endingu.
Íslenski boltinn Kópavogur Wuhan-veiran Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Sjá meira