Stjórnin vill hætta við arðgreiðslu Arion banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 11:02 Starfsmenn Arion banka fylgjast með komu varaforseta Bandaríkjanna í fyrra. Vísir/vilhelm Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05