Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 17:43 Sóttvarnalæknir segir ekkert renna stoðum undir sögusagnir um að COVID-19 geti smitast með loftsmiti. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira