Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 12:29 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. Nú er rannsakað hvort Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt í húsinu og lík hennar svo flutt burtu í bíl. Þetta herma heimildir norska dagblaðsins VG. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á Anne-Elisabeth í lok apríl en var sleppt úr gæsluvarðhaldi í byrjun þessa mánaðar. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en lögregla gengur nú út frá því að Tom Hagen hafi sviðsett mannránið, ef til vill í félagi við aðra, til að hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Í frétt VG sem birt var í gær segir að aðalkenning lögreglu nú snúi að því að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt inni á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. Ýmislegt á vettvangi bendi til þess, m.a. föt Anne-Elisabeth sem þar fundust, merki um að eitthvað hafi verið dregið eftir gólfinu sem og lífsýni úr Anne-Elisabeth inni á heimilinu. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu 28. apríl.Vísir/EPA Lögregla rannsakar nú heimili Hagen-hjónanna sem morðvettvang og hefur það enn til umráða. Tom Hagen hefur þannig ekki enn fengið að snúa heim til sín eftir að honum var sleppt úr haldi. Líkamsleifar Anne-Elisabeth hafa ekki fundist og því getur lögregla ekki slegið neinu föstu um dánarorsök. Þá er lögreglu eðli málsins samkvæmt ekki heldur unnt að fullyrða að hún hafi verið myrt, þó að flest þyki benda til þess. Svein Holden verjandi Tom Hagen segir í samtali við VG, inntur eftir viðbrögðum við kenningu lögreglu, að ekkert bendi í raun til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé allt eins líklegt að henni hafi verið ráðinn bani utan heimilisins. Þá hafi lögregla heldur engar forsendur til að ætla að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt, að hans mati.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Annar maður handtekinn vegna Hagen-málsins Lögregla í Noregi handtók í gærkvöldi mann í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu auðjöfursins Tom Hagen. 8. maí 2020 07:11