Segir flugliða Icelandair vinna 14 prósent minna en keppinautarnir Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. maí 2020 14:00 Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair. icelandair Hluthafar Icelandair ákveða í dag hvort stjórn félagsins fái umboð til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton í dag en fundurinn er haldinn í skugga þess að ekki er búið að semja við flugfreyjur félagsins. Allir hluthafar hafa rétt á að fara á fundinn en vegna kórónuveirufaraldursins eru fjöldatakmarkanir. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði. Engin fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en flugfreyjur -og þjónar höfnuðu lokatilboði félagsins á miðvikudag. Fram kom í fréttum í gær að flugfreyjur eru ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launhækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir sakaði forstjóra félagsins í bréfi til félagsmanna í gær um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólki bréf um stöðu málsins. Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu nú í morgun. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Fleiri slíkir fundir verða haldnir nú í dag. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, segir tilgang breytinganna margvíslegan en almennt sé verið að auka vinnutíma og bjóða launahækkun um 5,7% nema á lægst launaða hópinn sem bauðst 12% hækkun launa. Fram kom í bréfi Boga til starfsmanna í gær að launin hækki þó ekki árin 2021 og 2022 en árið 2023 hækki þau í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. „Þarna eru breytingar á vinnufyrirkomulaginu þannig að við erum að óska eftir því að fólk fljúgi meira. Við erum að gera kröfu um allt frá fimm tímum meira í mánuði í þrettán tíma meira. Þrettán tímarnir eru byggðir í kringum sumarstarfsmennina okkar sem koma inn og fljúga í þrjá til fjóra mánuði,“ segir Elísabet. Að sama skapi sé Icelandair að gera sig betur í stakk búið fyrir samkeppnina. „Við höfum séð það og heyrt það frá okkar ráðgjöfum að okkar freyjur og þjónar eru að skila 14 prósent minna vinnuframlagi en gengur og gerist í sambærilegum félögum í Evrópu. Við erum í raun að leiðrétta þetta en á sama tíma að hækka grunnlaun og gera ýmsar breytingar sem auka sveigjanleika hjá flugfreyjum og þjónum,“ segir Elísabet. Nefnir hún í því samhengi aukið framboð á hlutastörfum. „Síðan erum við líka að gera þetta þannig að hvíldin verði meiri í heimahöfn, fjarvera frá heimili ætti því að minnka hlutfallslega,“ segir Elísabet og undirstrikar það sem Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins sagði þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum við flugfreyjur í vikunni: Icelandair bjóði einhver bestu kjör sem þekkist á Vesturlöndum fyrir þessi störf. „Jafnframt höldum við í þessu sterku réttindi, eins og orlofs- og veikindarétt, sem og öll önnur almenn réttindi sem eru sterk á íslenskum vinnumarkaði,“ bætir Elísbet við. Mikill vilji að semja við FFÍ Ósamið hefur verið við flugfreyjur og þjóna í um 18 mánuði og hafa þær því ekki fengið launahækkanir, t.a.m. í samræmi við lífskjarasamningana, eins og aðrar flugstéttir. Aðspurð um þessa stöðu segir Elísabet það vissulega rétt, ekki hafi tekist að semja við FFÍ í langan tíma og þar beri báðir aðilar hluta af sökinni. Það verði þó ekki hjá því lítið að staða Icelandair hafi breyst til hins verra síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir vorið 2019. Svigrúmið til launahækkana sé því minna en ella. Sem fyrr segir feli lokatilboð Icelandair samt sem áður í sér „góðar“ launahækkanir. „Við getum því staðið við það að við séum að bjóða bestu mögulegu kjör,“ segir Elísabet. Þá ítrekar hún það sem einnig hefur komið fram í máli Boga Nils. Öll áhersla Icelandair hafi verið á að semja við Flugfreyjufélag Íslands og því ekki komið til tals að semja framhjá félaginu. Það hafi ekki verið rætt „í eina mínútu,“ að sögn Elísabetar. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Hluthafar Icelandair ákveða í dag hvort stjórn félagsins fái umboð til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir að flugfreyjur og flugþjónar hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði félagsins hafi falist bestu mögulegu kjör. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton í dag en fundurinn er haldinn í skugga þess að ekki er búið að semja við flugfreyjur félagsins. Allir hluthafar hafa rétt á að fara á fundinn en vegna kórónuveirufaraldursins eru fjöldatakmarkanir. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði. Engin fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en flugfreyjur -og þjónar höfnuðu lokatilboði félagsins á miðvikudag. Fram kom í fréttum í gær að flugfreyjur eru ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launhækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir sakaði forstjóra félagsins í bréfi til félagsmanna í gær um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólki bréf um stöðu málsins. Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu nú í morgun. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Fleiri slíkir fundir verða haldnir nú í dag. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, segir tilgang breytinganna margvíslegan en almennt sé verið að auka vinnutíma og bjóða launahækkun um 5,7% nema á lægst launaða hópinn sem bauðst 12% hækkun launa. Fram kom í bréfi Boga til starfsmanna í gær að launin hækki þó ekki árin 2021 og 2022 en árið 2023 hækki þau í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. „Þarna eru breytingar á vinnufyrirkomulaginu þannig að við erum að óska eftir því að fólk fljúgi meira. Við erum að gera kröfu um allt frá fimm tímum meira í mánuði í þrettán tíma meira. Þrettán tímarnir eru byggðir í kringum sumarstarfsmennina okkar sem koma inn og fljúga í þrjá til fjóra mánuði,“ segir Elísabet. Að sama skapi sé Icelandair að gera sig betur í stakk búið fyrir samkeppnina. „Við höfum séð það og heyrt það frá okkar ráðgjöfum að okkar freyjur og þjónar eru að skila 14 prósent minna vinnuframlagi en gengur og gerist í sambærilegum félögum í Evrópu. Við erum í raun að leiðrétta þetta en á sama tíma að hækka grunnlaun og gera ýmsar breytingar sem auka sveigjanleika hjá flugfreyjum og þjónum,“ segir Elísabet. Nefnir hún í því samhengi aukið framboð á hlutastörfum. „Síðan erum við líka að gera þetta þannig að hvíldin verði meiri í heimahöfn, fjarvera frá heimili ætti því að minnka hlutfallslega,“ segir Elísabet og undirstrikar það sem Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins sagði þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum við flugfreyjur í vikunni: Icelandair bjóði einhver bestu kjör sem þekkist á Vesturlöndum fyrir þessi störf. „Jafnframt höldum við í þessu sterku réttindi, eins og orlofs- og veikindarétt, sem og öll önnur almenn réttindi sem eru sterk á íslenskum vinnumarkaði,“ bætir Elísbet við. Mikill vilji að semja við FFÍ Ósamið hefur verið við flugfreyjur og þjóna í um 18 mánuði og hafa þær því ekki fengið launahækkanir, t.a.m. í samræmi við lífskjarasamningana, eins og aðrar flugstéttir. Aðspurð um þessa stöðu segir Elísabet það vissulega rétt, ekki hafi tekist að semja við FFÍ í langan tíma og þar beri báðir aðilar hluta af sökinni. Það verði þó ekki hjá því lítið að staða Icelandair hafi breyst til hins verra síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir vorið 2019. Svigrúmið til launahækkana sé því minna en ella. Sem fyrr segir feli lokatilboð Icelandair samt sem áður í sér „góðar“ launahækkanir. „Við getum því staðið við það að við séum að bjóða bestu mögulegu kjör,“ segir Elísabet. Þá ítrekar hún það sem einnig hefur komið fram í máli Boga Nils. Öll áhersla Icelandair hafi verið á að semja við Flugfreyjufélag Íslands og því ekki komið til tals að semja framhjá félaginu. Það hafi ekki verið rætt „í eina mínútu,“ að sögn Elísabetar.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51 Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. 22. maí 2020 10:51
Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25