Tölvuárásum fjölgar mjög á tímum fjarvinnu Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 12:19 Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. EPA/RITCHIE B. TONGO Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína. Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína.
Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira