Ætla ekki að standa á hliðarlínunni nú eins og í hruninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:46 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“ Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42
Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39