Telur ekki ástæðu til að óttast það að heimsóknir hefjist að nýju Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:15 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Lögreglan Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn. Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28
Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23