Björn Daníel: Allir hjá félaginu stefna að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 17:00 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á síðstu leiktíð. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira