Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2020 13:48 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“ Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“
Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33
Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05