Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 13:54 Hvorugur sjúklingurinn er á gjörgæslu vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. Hvorugur þeirra er þó á gjörgæslu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá farsóttanefnd Landspítalans. Þar segir jafnframt að fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví sé þrír. Alls eru ellefu starfsmenn Landspítala í einangrun og 92 starfsmenn spítalans eru í sóttkví. Þá var fjórtán skurðaðgerðum frestað í gær vegna sóttkvíar/einangrunar starfsmanna. Eftirfarandi segir á vef spítalans um sértækar ráðstafanir/tilmæli á spítalans vegna Covid-19 í dag: a. Fyrirsjáanleg er verulega skert starfsemi skurðstofa og gjörgæslu vegna einangrunar og sóttkvía starfsfólks. Grípa verður til sérstakra ráðstafana vegna þessa. Tillaga verður um sérstaka útfærslu sóttkvíar tiltekinna starfsmanna í ljósi aðstæðna í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Útgefið kl. 16:00 í dag. b. Öllum valaðgerðum sem framkvæma átti á tímabilinu 12.3-15.3 verður frestað, þ.m.t. aðgerðum í samræmi við biðlistátak vegna liðskipta. c. Rúmum á A-7 fækkað úr 18 í 16 í samræmi við Covid-álag. d. Matsalir starfa áfram venju samkvæmt. Starfsmenn gæta að vanda ítrasta hreinlætis. e. Stjórnendur, í samvinnu við forstöðumenn og framkvæmdastjóra, áhættumeta starfsemi sína og grípa til viðeigandi ráðstafana varðandi vinnustöðvar starfsmanna sinna ef ástæða þykir til. f. Gert er ráð fyrir að við innganga sem opnir eru verði eftirleiðis starfsmenn sem stýri umferð. g. Ítrekað er að í gildi er það viðmið að einungis starfsmenn sem eru útsettir fyrir Covid-smiti (frá hættusvæðum eða innanlands) þurfi slíka sýnatöku og er þeim sinnt af starfsmannahjúkrunarfræðingum. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. Hvorugur þeirra er þó á gjörgæslu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá farsóttanefnd Landspítalans. Þar segir jafnframt að fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví sé þrír. Alls eru ellefu starfsmenn Landspítala í einangrun og 92 starfsmenn spítalans eru í sóttkví. Þá var fjórtán skurðaðgerðum frestað í gær vegna sóttkvíar/einangrunar starfsmanna. Eftirfarandi segir á vef spítalans um sértækar ráðstafanir/tilmæli á spítalans vegna Covid-19 í dag: a. Fyrirsjáanleg er verulega skert starfsemi skurðstofa og gjörgæslu vegna einangrunar og sóttkvía starfsfólks. Grípa verður til sérstakra ráðstafana vegna þessa. Tillaga verður um sérstaka útfærslu sóttkvíar tiltekinna starfsmanna í ljósi aðstæðna í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Útgefið kl. 16:00 í dag. b. Öllum valaðgerðum sem framkvæma átti á tímabilinu 12.3-15.3 verður frestað, þ.m.t. aðgerðum í samræmi við biðlistátak vegna liðskipta. c. Rúmum á A-7 fækkað úr 18 í 16 í samræmi við Covid-álag. d. Matsalir starfa áfram venju samkvæmt. Starfsmenn gæta að vanda ítrasta hreinlætis. e. Stjórnendur, í samvinnu við forstöðumenn og framkvæmdastjóra, áhættumeta starfsemi sína og grípa til viðeigandi ráðstafana varðandi vinnustöðvar starfsmanna sinna ef ástæða þykir til. f. Gert er ráð fyrir að við innganga sem opnir eru verði eftirleiðis starfsmenn sem stýri umferð. g. Ítrekað er að í gildi er það viðmið að einungis starfsmenn sem eru útsettir fyrir Covid-smiti (frá hættusvæðum eða innanlands) þurfi slíka sýnatöku og er þeim sinnt af starfsmannahjúkrunarfræðingum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira