Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni. DV greindi fyrst frá. Kristján er elsti einstaklingurinn hér á landi sem er smitaður en hann verður 77 ára í næstu viku.
Samkvæmt heimildum Vísis smitaðist eiginkona Kristjáns af vinkonu sinni sem hafði verið í skíðaferð í Ölpunum. Kristján smitaðist svo af henni og var fyrsta dæmið um þriðja stigs smit hér á landi.
Þau munu bæði vera hitalaus, bera sig vel og þakklát fyrir þá þjónustu sem heilbrigðisyfirvöld veita samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
109 smit eru staðfest hér á landi þar af 24 innanlandssmit. Kristján og kona hans tilheyra þeim 24 sem smitast hafa af aðilum sem koma að utan.
Kristján er fæddur árið 1943, og verður 77 ára í næstu viku. Kona hans, sem er tíu árum yngri.
Fram kom á blaðamannafundi almannavarnadeildar í vikunni að aldursdreifingu þeirra sem greinst hafa með smit sér frá 1 árs upp í 76 ára.
Fréttin var uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Kristján væri stjórnarformaður HB Granda. Þá hafa þrír yfir áttrætt greinst frá því að fréttin birtist.