Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 12. mars 2020 19:45 vísir/getty Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira