Spenntust fyrir brenniboltaleik milli kennara og nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 22:23 Krakkarnir í Dalskóla eru spenntastir fyrir brenniboltaleik milli nemenda og kennara. UMFÍ Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með. Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Hreyfivika UMFÍ hefst á morgun, mánudaginn 25. maí og stendur hún til sunnudagsins 31. maí næstkomandi. Í hreyfivikunni standa boðberar hreyfingar fyrir viðburðum um allt land en það geta verið einstaklingar, íþróttafélög, fyrirtæki eða sveitarfélög sem standa fyrir viðburði og hvetur boðberinn samferðafólk sitt til að hreyfa sig eins og fram kemur í tilkynningu frá UMFÍ. Meðal þeirra sem taka þátt í átakinu eru nemendur við Dalskóla í Grafarholti og segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla nemendur mjög spennta fyrir vikunni. Hreyfivikan í Dalskóla hefst á því að nemendur fara í Gufunesbæ í ýmsa leiki á mánudag og þriðjudag en á miðvikudag verður brenniboltakeppni milli kennara og nemenda í áttunda bekk og fótboltamót undir vikulokin. Ólafur Snorri Rafnsson og Bjarni Jóhannsson, íþróttakennarar við Dalskóla.UMFÍ „Nemendur okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brenniboltaleiknum milli kennara og nemenda og fótboltamótinu sem verður milli árganga í vikunni,“ segir Ólafur Snorri. „Það verður líka gaman að finna skúr og kenna börnunum að fara í Yfir.“ Hreyfivikan hefur verið haldin á hverju ári síðan árið 2012 og með átakinu eru landsmenn hvattir til að flétta hreyfingu inn í daglegt líf og virkja fólk í kring um sig. „Öll hreyfing telur, eina skilyrðið er að hún veiti fólki ánægju,“ segir í tilkynningunni. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá 2012.UMFÍ Í ár verða viðburðir á yfir 40 stöðum um allt land en boðberar eru viðstöðulaust að bætast í hópinn og geta viðburðirnir því hæglega orðið mun fleiri. Viðburðina má finna hér. Í fyrra var skorað sérstaklega á nemendur í grunnskólum landsins að taka þátt í átakinu. Fleiri skólar hafa bæst við og fengu þeir senda brennibolta til að leika sér með.
Íþróttir Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent