Viðskipti innlent

Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé

Kjartan Kjartansson skrifar
Seðlabanki Íslands vísar til fordæmalauss ástands í samfélaginu um ákvörðunina um að veita fjármálafyrirtækjum tímabundna lánafyrirgreiðslu í formi veðlána.
Seðlabanki Íslands vísar til fordæmalauss ástands í samfélaginu um ákvörðunina um að veita fjármálafyrirtækjum tímabundna lánafyrirgreiðslu í formi veðlána. Vísir

Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. Seðlabankinn segir þetta gert til að bregðast við fordæmalausu ástandi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að fyrsta útboðið verði haldið miðvikudaginn 22. apríl. Bankinn hafi breytt reglum um viðskipti við hans við fjármálafyrirtæki. Þá hafi veðlisti Seðlabankans verið uppfærður og útvíkkaður tímabundið.

Með breytingunum geta fjármálafyrirtæki lagt fram peningamarkaðslán ríkissjóðs og veðbréf með veð í viðskiptabréfum sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×