Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 14:41 Bouterse komst fyrst til valda í valdaráni árið 1980 og stýrði Súrínam í reynd til 1987. Hann studdi aftur valdarán gegn sitjandi forseta árið 1990 en var sjálfur kjörinn forseti árið 2010 og náði endurkjöri 2015. Vísir/EPA Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök. Súrínam Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök.
Súrínam Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira