Framkvæmdastjóra Aston Martin skipt út Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. maí 2020 07:00 Andy Palmer í litum Red Bull liðsins í Formúlu 1. Liðið heitir í dag fullu nafni: Aston Martin Red Bull Racing. Það mun breytast á næsta ári. Vísir/Getty Andy Palmer, framkvæmdastjóra Aston Martin verður skipt út í dag ef marka má sögusagnir. Stjórnendaskipti hafa orðið nýlega sem líklega leiða til þessara breytinga. Engin formleg tilkynning hefur verið gefin út ennþá. En yfirlýsing frá Aston Martin kvað á um að „fyrirtækið staðfesti að verið sé að skoða stjórnendateymið og frekari tilkynningar muni verða gefnar út þegar tilefni er til“. Tilkynnt verður um uppsögn Palmer í dag samkvæmt heimildum Financial Times. Heimildir Financial Times herma að Tobias Moers, yfirmaður Mercedes-AMG eftirmaður Palmer. Palmer kom til Aston Martin árið 2014, þegar fyrirtækið var í fjárhagsvandræðum. Hann stýrði hröðum viðsnúningi og setti í gang áætlanir um fyrsta jeppling framleiðandans. Palmer leiddi svo hlutafjárútboð árið 2018 þar sem félagið var pphaflega metið á 4 milljarða punda eða tæpa 700 milljarða króna. Lítil eftirspurn hefur leitt til þess að gengi hlutabréfa félagsins hefur fallið um rúm 90%. Racing Point liðið mun aka undir merkjum Aston Martin á næsta ári. Annar ökumanna liðsins er sonur Lawrence Stroll, Lance Stroll.mynd/sky sports Í upphafi ársins 2020 keypti Lawrence Stroll 25% hlut í félaginu sem skilaði um 540 milljónum punda eða um 93 milljörðum króna í peningum inn í félagið. Stroll varð þá einnig stjórnarformaður félagsins. Stroll er aðaleigandi Racing Point liðsins í Formúlu 1. Liðið mun bera nafn Aston Martin frá og með næsta ár. Síðan þá hefur orðið uppstokkun í stjórnendateymi Aston Martin, fjármálastjórinn Mark Wilson og stjórnarmaðurinn Penny Hughes hafa yfirgefið félagið. Brotthvarf þeirra þykir ýta undir orðróminn um að Palmer sé næstur. Formúla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Andy Palmer, framkvæmdastjóra Aston Martin verður skipt út í dag ef marka má sögusagnir. Stjórnendaskipti hafa orðið nýlega sem líklega leiða til þessara breytinga. Engin formleg tilkynning hefur verið gefin út ennþá. En yfirlýsing frá Aston Martin kvað á um að „fyrirtækið staðfesti að verið sé að skoða stjórnendateymið og frekari tilkynningar muni verða gefnar út þegar tilefni er til“. Tilkynnt verður um uppsögn Palmer í dag samkvæmt heimildum Financial Times. Heimildir Financial Times herma að Tobias Moers, yfirmaður Mercedes-AMG eftirmaður Palmer. Palmer kom til Aston Martin árið 2014, þegar fyrirtækið var í fjárhagsvandræðum. Hann stýrði hröðum viðsnúningi og setti í gang áætlanir um fyrsta jeppling framleiðandans. Palmer leiddi svo hlutafjárútboð árið 2018 þar sem félagið var pphaflega metið á 4 milljarða punda eða tæpa 700 milljarða króna. Lítil eftirspurn hefur leitt til þess að gengi hlutabréfa félagsins hefur fallið um rúm 90%. Racing Point liðið mun aka undir merkjum Aston Martin á næsta ári. Annar ökumanna liðsins er sonur Lawrence Stroll, Lance Stroll.mynd/sky sports Í upphafi ársins 2020 keypti Lawrence Stroll 25% hlut í félaginu sem skilaði um 540 milljónum punda eða um 93 milljörðum króna í peningum inn í félagið. Stroll varð þá einnig stjórnarformaður félagsins. Stroll er aðaleigandi Racing Point liðsins í Formúlu 1. Liðið mun bera nafn Aston Martin frá og með næsta ár. Síðan þá hefur orðið uppstokkun í stjórnendateymi Aston Martin, fjármálastjórinn Mark Wilson og stjórnarmaðurinn Penny Hughes hafa yfirgefið félagið. Brotthvarf þeirra þykir ýta undir orðróminn um að Palmer sé næstur.
Formúla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent