Biður hóp ungmenna afsökunar vegna áreitis á tjaldsvæði á Selfossi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 22:14 Frá tjaldsvæðinu Gesthúsum. Facebook/Gesthús Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi. Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi.
Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira