„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Vísir/Baldur Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10