Einn hefur sent næstum tvö hundruð í sóttkví Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2020 21:00 Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira