Vonast til að draga úr umferð með heimavinnu starfsfólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 13:33 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir/vihelm Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun. Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira
Mikill áhugi er sagður meðal starfsfólks Íslandsbanka að vinna heima hluta úr viku, eftir að fjarvinna var sett á oddinn í kórónuveirufaraldrinum. Það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Að sögn Íslandsbanka eru þegar hafnar tilraunir á því að láta fólk vinna heima hjá sér einn dag í viku. Stefnan er síðan sett á að innleiða heimavinnu á öllum sviðum bankans ef tilraunaverkefnið gefur góða raun. Bankinn segir tilraunaverkefni sitt byggja á niðurstöðu könnunar sem framkvæmd var meðal starfsfólks eftir að meirihluta þess var gert að vinna heima frá sér vegna kórónuveirunnar. „Niðurstöðurnar sýna fram á mikinn áhuga starfsfólks að halda áfram að vinna heima hluta úr viku, félagsleg tengsl hafa haldist ágæt og afkastageta aukist í mörgum tilvikum,“ segir í orðsendingu Íslandsbanka um málið. Ekki aðeins muni heimavinna fólks minnka kolefnisfótspor bankans, því ferðir starfsfólks til og frá vinnu vega þar þungt, heldur áætlar bankinn að heimavinnan muni einnig hafa jákvæð rekstraráhrif í för með sér. Til þess að draga úr útblæstrinum enn frekar segist Íslandsbanki hafa keypt fjölmörg rafhlaupahjól fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem það búi að rafbílaflota og öðrum grænum úrræðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, lætur hafa eftir sér að með aukinni heimavinnu taki bankinn skref í að bæta vinnuumhverfið, auka starfsánægju og draga úr umferð og mengun.
Íslenskir bankar Samgöngur Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Sjá meira