Snéri aftur á fótboltavöllinn eftir krabbamein: Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir birti þessa mynd af sér á Instagram síðu sinni en hún var tekinn eftir sigurleikinn á móti KR í gær. Mynd/Instagram Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira