Staðsetning án starfa Gauti Jóhannesson skrifar 30. maí 2020 19:00 Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Tollgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Gauti Jóhannesson Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19. Í stað þess að nýta starfskrafta heimamanna, sem margir hverjir hafa margra ára reynslu, er gert ráð fyrir að fljúga tollvörðum austur á ferjudögum einu sinni í viku og væntanlega oftar ef þurfa þykir. Það er svo ótalmargt rangt við þessa ráðstöfun. Í fyrsta lagi má draga í efa raunverulegt fjárhagslegt hagræði af því að senda tollverði frá Reykjavík til Egilsstaða með flugi einu sinni í viku með tilheyrandi ferðakostnaði og dagpeningum á meðan heimamenn fá aðeins greitt fyrir um hálfs dags vinnu við hverja komu Norrænu. Í annan stað getur sú staða komið upp að veður og/eða vetrarfærð komi í veg fyrir að tollverðir komist til Seyðisfjarðar – eða til baka. Þegar umræddar uppsagnir taka gildi verða tveir tollverðir eftir á Seyðisfirði. Sé horft framhjá þeim fordæmalausu tímum sem við nú lifum þá hefur umferð skemmtiferðaskipa stóraukist undanfarin ár og skútuumferð sömuleiðis. Varla gefur það tilefni til að slaka mögulega á í eftirliti með inn- og útflutningi ? Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á mikilvægi þess að landið allt sé í blómlegri byggð og jafn aðgangur sé að atvinnutækifærum. Ráðuneytum og stofnunum er gert að skilgreina og auglýsa störf án staðsetningar eins og kostur er og áhersla er lögð á að: „.. stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi sem víðast um landið.“ Í ljósi alls þessa og viðspyrnuaðgerða sem ríkið hefur boðað vegna Covid – 19, m.a. til að koma til móts við áhrif faraldursins á atvinnulífið, eru uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði út í hött. Verst af öllu er, að okkur sem hafa hrærst í sveitarstjórnar- og byggðamálum undanfarin ár, kemur þetta ekki á óvart. Alltof oft undanfarin ár, höfum við staðið frammi fyrir því að orð og efndir ríkisvaldsins hvað varðar uppbyggingu atvinnu og þjónustu úti á landsbyggðunum fara ekki saman og gildir þá einu hvar í flokki menn standa. Fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru þetta kaldar kveðjur nú þegar styttist í að það verði formlega til. Enn kaldari eru kveðjurnar til Seyðfirðinga sem undanfarin ár hafa horft á eftir fjölda opinberra starfa s.s. í tengslum við sýslumannsembættið og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég hef fulla trú á að uppsagnir aðstoðarmanna tollvarða á Seyðisfirði verði teknar til endurskoðunar. Gauti JóhannessonHöfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar