Á miðlinum Gay Star News má sjá umfjöllun um fallega samkynhneigða menn sem búsettir eru á Íslandi.
Myndirnar af mönnunum má finna í tímaritinu Elska eins og sagt er frá í grein Gay Star News.
Það var ritstjóri Elska, Liam Campell sem tók myndirnar fyrir tímaritið og vann hann efnið áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.
Hér má kynna sér listann í heild sinni og sjá umræddar myndir en mennirnir sem komust á listann eru taldir upp en ekki kemur fullt nafn fram: Benjamin, Davíð, Friðrik, Gabríel, Gísli, Glenn, Haukur, Sigurður, Sæþór, Ólafur, Sindri, Sveinn, Tusan og fleiri.
Tímaritið Elska hefur gefið Vísi leyfi fyrir myndbirtingunni hér að neðan.






