Evrópusambandið lýsir áhyggjum af morðinu á George Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 12:07 Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Vísir/EPA Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár. Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár.
Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57
Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31