Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:04 Kjósendur með grímur bíða eftir að því að geta kosið í forvali í Washington-borg í gær. Langar raðir mynduðust sums staðar. Margir biðu enn í röð skömmu áður en útgöngubann tók gildi í borginni vegna mótmæla sem hafa geisað undanfarna daga. AP/Andrew Harnik Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent