Lætur ekki íslensk stjórnvöld stjórna lund sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 14:05 Helgi segir að til tíðinda hafi dregið í Samherjamálinu í Namibíu í morgun en hann, ásamt Aðalsteini Kjartanssyni og Stefáni Drengssyni hlutu alþjóðlega viðurkenningu í dag fyrir umfjöllun sína um málið sem dregið hefur dilk á eftir sér. Í Namibíu en rólegra er yfir því hér á Íslandi. Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Blaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson auk Stefáns Drengssonar framleiðanda hlutu nýverið sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun í máli sem á Íslandi hefur gengið undir nafninu Samherjaskjölin. Að auki hlaut Fisayo Soyombo, sem skrifar frá Namibíu, verðlaun af sama tilefni. Um er að ræða hin virtu WJP Anthony Lewis-verðlaun. Helgi Seljan, segir í samtali við Vísi, þetta afar ánægjulegt fyrir þá. „Fínn hópur að tilheyra. Svona verðlaun og viðurkenningar eru auðvitað óskaplegt hjóm, svona þar til maður fær þau sjálfur. Þá eru þau hvatning,“ segir Helgi. Namibísk yfirvöld óska eftir aðstoð Interpol Um er að ræða verðlaun sem veitt eru sérstaklega fyrir umfjöllun um lögfræðileg álitaefni. „Já eða málefni sem varða lögbrot og það að lögum æ fylgt,“ segir Helgi. En Lewis-verðlaunin snúa að umfjöllun um málefni sem varða lög í tengslum við mannréttindi, aðgengi að lögfræðilegri úrlausn í málum er varða spillingu stjórnvalda og sjálfstæði dómsstóla svo fátt eitt sé nefnt. Helgi og Aðalsteinn. Umfjöllun þeirra um umsvif Samherja í Namibíu hafa vakið mikla athygli og lof víða á bæjum.visir/vilhelm Verðlaunin verða hugsanlega til að stugga við því máli sem opnað var upp á gátt í umfjöllun um Samherjaskjölin af þeim Helga, Aðalsteini og Stefáni. En, það virðist reyndar sofnað svefninum langa. Eða hvað? „Það er auðvitað á sinni leið - í það minnsta í Namibíu,“ segir Helgi og bendir til að mynda á umfjöllun Informanté í Namibíu í morgun. Síðast í morgun var lausn sjömenninganna sem sitja þar inni, vegna ásakana um spillt viðskiptasamband sitt við Samherja, hafnað. Bréfið sem Helga barst þar sem tilkynnt var um að þeir félagar hlytu sérstök heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína. Þar kom ennfremur fram að namibísk yfirvöld hefðu óskað formlegrar atbeina Interpol að málinu, sem sagt er teygja sig til níu þjóðlanda. Hér er rannsóknin, eftir því sem mér skilst, í gangi, en skemur á veg komin.“ Réttlætinu úthlutað eftir torkennilegum leiðum En, fátt að frétta á Íslandi? „Það er svo alltaf fátt að frétta af svona rannsóknum, þar til dregur til tíðinda. Og það hlýtur að styttast í það.“ Nú má segja að tragedían í blaðamennsku sé sú að menn keppast við að afhjúpa skandala og svínarí samviskusamlega, leggja allt undir en svo gerist ekki neitt. Er þetta eitthvað sem þú hefur mátt eiga við, depurð sem fylgir slíkri stöðu? „Ég hef vissulega reglulega glímt við depurð. En aldrei verið svo illa fyrir mér komið að láta lund mína stjórnast af úthlutun íslenskra stjórnvalda á réttlæti, hvað þá því hvernig þessu réttlæti er úthlutað milli mismunandi manna. Svo nei.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira