Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2020 20:30 Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi. Borgarbyggð Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi.
Borgarbyggð Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira