Handbolti

Stefán Arnarson var fljótur að finna leikmann í stað Þóreyjar Rósu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Bæhrenz er nýr leikmaður Framliðsins og mun leysa Þóreyju Rósu Stefánsdóttur í hægra horninu.
Karólína Bæhrenz er nýr leikmaður Framliðsins og mun leysa Þóreyju Rósu Stefánsdóttur í hægra horninu. Mynd/Fram

Handknattleiksdeild Fram tilkynnti í dag að Karólína Bæhrenz hafi skrifað undir tveggja ára samning við Fram.

Þórey Rósa Stefánsdóttir tilkynnti á dögunum að hún á von á barni og mun því missa af stórum hluta af næsta tímabili. Framliðið vantaði því leikmann í hægra hornið og Stefán Arnarson kallaði á gamlan leikmann sinn.

Karólina Bæhrenz var í fríi frá handbolta á síðustu leiktíð en hafði síðast spilað með ÍBV í þrjú tímabil frá 2016 til 2019. Hún var lykilmaður í fyrsta Íslandsmeistaraliði Gróttu veturinn 2014-15 og hafði áður orðið fjórum sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu á árunum 2010 til 2014.

Stefán Arnarson, þjálfari Framliðsins, þekkir Karólínu vel því hann var þjálfari hennar öll þessu sigursælu ár með Valsliðinu.

„Það er ljóst að koma Karólínu er mikilvæg styrking fyrir besta kvennalið landsins sem ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili. Hún mun hjálpa okkur að fylla í skarð þeirra leikmanna sem ekki geta tekið fullan þátt í næsta tímabili vegna annarra og mikilvægari verkefna,“ sagði í frétt um samninginn á fésbókarsíðu Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×