Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 12:00 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Þær hafa báðar leikið yfir 236 leiki í efstu deild og hafa margoft orðið Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira