Með samstöðu náum við árangri Drífa Snædal skrifar 5. júní 2020 14:30 Það var gleðilegt að sjá svo marga mæta á Austurvöll á miðvikudag í samstöðu gegn rasisma þótt tilefnið væri ömurlegt. Verkalýðshreyfingin er hreyfing lýðræðis, mannréttinda og friðar. Hreyfing almennings gegn öflum sem sundra og kúga. Þess vegna hljóta samtök vinnandi fólks að taka stöðu með hinum kúguðu gegn kerfisbundinni niðurlægingu og valdbeitingu. Staða mála í Bandaríkjunum er svo alvarleg að hún ógnar friði þar í landi og þar með heimsfriðnum. Um leið varpar hún ljósi á kerfisbundið kynþáttamisrétti sem þrífst um allan heim. Það er því þörf á friðarsamstöðu sem aldrei fyrr. Munum að sterkasta aflið gegn inngrónu misrétti og stofnanabundnum rasisma er samstaða. Þar dugar ekkert minna en fjöldahreyfing og við skulum öll vera hluti af henni. Á innlendum vettvangi náði ASÍ að afstýra stórslysi um síðustu helgi í tengslum við lagasetningu um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Góðu heilli og eftir mikinn þrýsting samþykkti Alþingi að gera breytingar í þá veru að fyrirtækjum beri að endurráða fólk á sömu kjörum og það var á. Þetta skilyrði gildir í 6 mánuði frá uppsögn. Það er því ekki hægt að fá fé úr ríkissjóði til að greiða fólki á uppsagnarfresti og ætla svo að endurráða það á lakari kjörum. Þetta skipti miklu máli og er til marks um hvað sameinuð verkalýðshreyfing getur gert. Ég hvet fólk til að kynna sér réttindi sín í tengslum við úrræði stjórnvalda, það er töluverð hætta á að réttindi glatist ef ekki er fylgst með. Þar er stéttarfélagið þinn bakhjarl. Munum að njóta sólar og sumars eftir erfiðan vetur, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það var gleðilegt að sjá svo marga mæta á Austurvöll á miðvikudag í samstöðu gegn rasisma þótt tilefnið væri ömurlegt. Verkalýðshreyfingin er hreyfing lýðræðis, mannréttinda og friðar. Hreyfing almennings gegn öflum sem sundra og kúga. Þess vegna hljóta samtök vinnandi fólks að taka stöðu með hinum kúguðu gegn kerfisbundinni niðurlægingu og valdbeitingu. Staða mála í Bandaríkjunum er svo alvarleg að hún ógnar friði þar í landi og þar með heimsfriðnum. Um leið varpar hún ljósi á kerfisbundið kynþáttamisrétti sem þrífst um allan heim. Það er því þörf á friðarsamstöðu sem aldrei fyrr. Munum að sterkasta aflið gegn inngrónu misrétti og stofnanabundnum rasisma er samstaða. Þar dugar ekkert minna en fjöldahreyfing og við skulum öll vera hluti af henni. Á innlendum vettvangi náði ASÍ að afstýra stórslysi um síðustu helgi í tengslum við lagasetningu um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Góðu heilli og eftir mikinn þrýsting samþykkti Alþingi að gera breytingar í þá veru að fyrirtækjum beri að endurráða fólk á sömu kjörum og það var á. Þetta skilyrði gildir í 6 mánuði frá uppsögn. Það er því ekki hægt að fá fé úr ríkissjóði til að greiða fólki á uppsagnarfresti og ætla svo að endurráða það á lakari kjörum. Þetta skipti miklu máli og er til marks um hvað sameinuð verkalýðshreyfing getur gert. Ég hvet fólk til að kynna sér réttindi sín í tengslum við úrræði stjórnvalda, það er töluverð hætta á að réttindi glatist ef ekki er fylgst með. Þar er stéttarfélagið þinn bakhjarl. Munum að njóta sólar og sumars eftir erfiðan vetur, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar