Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 07:36 Hjónin Jill og Joe Biden á góðri stundu í Pennsylvaníu í mars. Fyrrverandi varaforsetinn er nú með nægilega marga landsfundarfulltrúa á bak við sig til þess að tryggja sér útnefningu demókrata. Vísir/EPA Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04
Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39