Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 07:36 Hjónin Jill og Joe Biden á góðri stundu í Pennsylvaníu í mars. Fyrrverandi varaforsetinn er nú með nægilega marga landsfundarfulltrúa á bak við sig til þess að tryggja sér útnefningu demókrata. Vísir/EPA Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. Biden hefur átt sigurinn í forvalinu næsta vísan um margra vikna skeið jafnvel þó að Sanders hafi ekki dregið framboð sitt formlega til baka. Þegar lokið var við að telja atkvæði í þeim ríkjum sem kusu í forvalinu á þriðjudag í gær varð ljóst að Biden væri kominn með fleiri en 1.991 landsfundarfulltrúa sem þarf til þess að hljóta útnefninguna á landsfundi demókrata, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var heiður að keppa gegn einum hæfileikaríkasta hópi frambjóðenda sem Demókrataflokkurinn hefur nokkru sinni teflt fram og ég er stoltur að segja að við göngum til þessara kosninga sem sameinaður flokkur,“ sagði Biden í gær. Á þriðja tug frambjóðenda var í forvalinu á tímabilinu en þeir heltust úr lestinni einn af öðrum á þessu ári. Lengi vel leit út fyrir að Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, stæði með pálmann í höndunum en vendipunktur varð þegar Biden tryggði sér sigur í Suður-Karólínu seint í febrúar. Í kjölfarið hættu nokkrir áhrifamiklir frambjóðendur á sama tíma og lýstu yfir stuðningi við Biden. Upphaflega átti að halda landsfund Demókrataflokksins þar sem forsetaframbjóðandinn yrði formlega kjörinn í Wisconsin í júlí. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fundinum verið frestað fram í ágúst. Mögulegt er að hann verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram þriðjudaginn 3. nóvember. Þar etur Biden kappi við Donald Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi nokkuð forskot á forsetann, bæði á landsvísu og í nokkrum lykilríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04
Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39