Umfjöllun: Álftanes - Fram 0-4 | Vandræðalaust hjá Fram á Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 19:14 Lengjudeildarlið Fram lenti ekki í miklum vandræðum á Álftanesi í dag. vísir/haraldur Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum.
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira