Conor segist hættur í enn eitt skiptið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 10:45 Conor McGregor er hættur að berjast, ef marka má hans orð. vísir/getty UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020 MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020
MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti