Óttar Magnús Karlsson skoraði markið sem tryggði Víkingi sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla síðasta haust. Það var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill þeirra í 48 ár. Þrátt fyrir að hafa unnið langþráðan titil í fyrra eru Víkingar ekki saddir og stefna hátt í sumar; að vinna sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar töpuðu fyrir KR-ingum, 1-0, í Meistarakeppni KSÍ á sunnudaginn. Næsta sunnudag er fyrsti leikur þeirra í Pepsi Max-deild karla þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Víkina. „Menn voru mjög samviskusamir í Covid-ástandinu. Það voru smá þyngsli eftir að við byrjuðum að æfa saman en leikurinn gegn Stjörnunni var flottur af okkar hálfu þrátt fyrir nokkur klaufaleg mistök,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og vísaði til 4-3 sigurs Víkinga á Stjörnumönnum í síðustu viku. Leyfi skotinu að tala Óttar skoraði í leiknum en mönnum ber ekki saman hvort hann hafi gert eitt eða tvö mörk. Skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána og Harald Björnsson, markvörð Stjörnunnar, og inn. „Ég ætla ekki að tjá mig um það og leyfi skotinu bara að tala. Þetta gæti hafa farið í hann en ég vil meina að þetta sé mitt mark,“ sagði Óttar hlæjandi. Víkingur vann Stjörnuna 4-3 í æfingaleik í gær. Óttar Magnús og Viktor Örlygur skoruðu sín hvor 2 mörkin. Hér er seinna markið frá Óttari pic.twitter.com/bXu3ty63Tu— Víkingur FC (@vikingurfc) June 2, 2020 Frá því hann kom aftur heim á miðju síðasta tímabili hefur hann verið hættulegur í aukaspyrnum hægra megin fyrir utan vítateig andstæðinganna Víkings. Óttar skoraði t.a.m. glæsileg mörk beint úr aukaspyrnum gegn ÍBV og Breiðablik í fyrra. Óttar fagnar markinu sem hann skoraði í bikarúrslitaleik Víkings og FH í fyrra.vísir/vilhelm „Ég hef æft þetta mjög mikið og það er að skila sér,“ sagði Óttar sem hugsar sér gott til glóðarinnar þegar Víkingar fá aukaspyrnu á þessu svæði þar sem hann getur sveiflað vinstri fætinum. „Það hlakkar aðeins í manni,“ sagði framherjinn sparkvissi. Eins og áður sagði varð Víkingur bikarmeistari á síðasta tímabili. Sjöunda sætið varð hins vegar niðurstaðan í Pepsi Max-deildinni. „Við ætlum klárlega að enda ofar en í fyrra. Við erum á betri stað sem lið og félag. Við stefnum eins hátt og mögulegt er,“ sagði Óttar. Hann telur að Víkingur geti farið alla leið og unnið fyrsta Íslandsmeistaratitilinn síðan 1991. „Einfalda svarið er já.“ Meiri ferskleiki og jákvæðni Óttar fór ungur til Ajax í Hollandi en sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í 20 deildarleikjum og var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann segir að margt hafi breyst hjá Víkingi síðan þá. Óttar hefur leikið níu leiki fyrir A-landsliðið og skorað tvö mörk.vísir/vilhelm „Tilkoma Arnars [Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings] og Kára [Árnasonar] og Sölva [Geirs Ottesen] hefur gefið þessu ferskan blæ og sett kraft í alla starfsemina. Líka það hvernig við spilum, það er nýtt og ferskt. Það er meiri jákvæðni í kringum allt og trúin hefur aukist,“ sagði Óttar. Ajax-skólinn hjálpar Sem fyrr sagði var Óttar á mála hjá Ajax í nokkur ár. Hann segir ýmislegt líkt með þeim leikstíl sem er predikaður hjá Ajax og þeim sem Arnar hefur innleitt hjá Víkingi. „Á báðum stöðum er mikið um æfingar sem snúast um að halda boltanum. Ég græði á því sem og staðsetningum á vellinum. Þetta er ekki nákvæmlega sami leikstíll en það er margt sameiginlegt eins og t.d. pressan,“ sagði Óttar. Eftir tímabilið 2016, þar sem Óttar blómstaði í Pepsi-deildinni, fór hann til Molde í Noregi. Hann var lánaður til Trelleborg í Svíþjóð og fór svo í annað sænskt félag, Mjällby. Óttar sneri hins vegar aftur heim eftir nokkra mánuði hjá Mjällby. Ég veit ekki hvað er orsök eða afleiðing en mér leið ekki alveg nógu vel þarna síðasta árið, bæði innan vallar og utan. Ég fékk ekki það traust sem mér fannst ég eiga skilið. Mig langaði bara að spila fullt af leikjum, öðlast enn meiri reynslu, skora mörk og komast á siglingu. Óttar segir að reynsluboltarnir Kári og Sölvi hafi haft áhrif á þá ákvörðun hans að fara aftur í Víking. „Ég sá möguleika á að læra af þeim, bæði sem leikmaður og karakter,“ sagði framherjinn. Óttar kveðst ekki vera búinn að loka dyrunum á atvinnumennsku og stefnir aftur á að fara erlendis. Tíminn er svo sem ekkert að hlaupa frá honum en Óttar er 23 ára. Óttar segir Víkinga stefna á að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 1991.vísir/vilhelm „Ég væri alveg til í að fara aftur út ef gott tækifæri gefst. Ég ætla að spila þetta eftir hjartanu, hvort mig langar virkilega að fara þegar, eða ef, eitthvað býðst.“ Með skýr mark(a)mið Óttar er aðal markaskorari Víkings og hefur verið orðaður við Gullskóinn. Guðmundur Steinsson var síðasti Víkingurinn til að verða markakóngur efstu deildar, á Íslandsmeistaraárinu 1991. Aðspurður segist Óttar vera búinn að setja sér markmið varðandi markafjölda í sumar. Hann er þó ekki tilbúinn að gefa hann upp. „Ég get sagt þér hvort ég hafi náð því eftir tímabilið,“ sagði Óttar og hló. Handboltinn í blóðinu Pabbi Óttars, Karl Þráinsson, var í stóru hlutverki hjá ógnarsterku handboltaliði Víkings á 9. áratug síðustu aldar. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Víkingum og fjórum sinnum bikarmeistari. Karl var markahæstur í Íslandsmeistaraliði Víkings 1987 með 95 mörk í átján leikjum. Þá lék hann 72 leiki með íslenska landsliðinu, þar af þrjá á Ólympíuleikunum í Seúl 1988. Óttar æfði handbolta eins og pabbi sinn en fótboltinn varð á endanum fyrir valinu. Ég var lengi vel í handbolta og fór á nokkrar æfingar hjá yngri landsliðum. Það kom alveg til greina á einhverjum tímapunkti að velja handboltann. En fótboltinn heillaði meira. Öfugt við pabba sinn er Óttar rétthentur og lék í stöðu vinstri skyttu. Hann segir að þegar komið var fram á fermingaraldurinn hafi æfingaálagið verið orðið mikið. Óttar í handboltasalnum í Víkinni.vísir/vilhelm „Það var svolítið mikið að æfa báðar greinar og vera kannski á tveimur til þremur æfingum á dag. Ætli ég hafi ekki verið 14-15 ára þegar ég valdi fótboltann.“ Óttar dreymir að bæta enn einum titli í safn fjölskyldunnar; að verða Íslandsmeistari eins og pabbi. „Akkúrat, það væri mjög gaman,“ sagði Óttar að endingu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Óttar Magnús Karlsson skoraði markið sem tryggði Víkingi sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla síðasta haust. Það var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill þeirra í 48 ár. Þrátt fyrir að hafa unnið langþráðan titil í fyrra eru Víkingar ekki saddir og stefna hátt í sumar; að vinna sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar töpuðu fyrir KR-ingum, 1-0, í Meistarakeppni KSÍ á sunnudaginn. Næsta sunnudag er fyrsti leikur þeirra í Pepsi Max-deild karla þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Víkina. „Menn voru mjög samviskusamir í Covid-ástandinu. Það voru smá þyngsli eftir að við byrjuðum að æfa saman en leikurinn gegn Stjörnunni var flottur af okkar hálfu þrátt fyrir nokkur klaufaleg mistök,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og vísaði til 4-3 sigurs Víkinga á Stjörnumönnum í síðustu viku. Leyfi skotinu að tala Óttar skoraði í leiknum en mönnum ber ekki saman hvort hann hafi gert eitt eða tvö mörk. Skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána og Harald Björnsson, markvörð Stjörnunnar, og inn. „Ég ætla ekki að tjá mig um það og leyfi skotinu bara að tala. Þetta gæti hafa farið í hann en ég vil meina að þetta sé mitt mark,“ sagði Óttar hlæjandi. Víkingur vann Stjörnuna 4-3 í æfingaleik í gær. Óttar Magnús og Viktor Örlygur skoruðu sín hvor 2 mörkin. Hér er seinna markið frá Óttari pic.twitter.com/bXu3ty63Tu— Víkingur FC (@vikingurfc) June 2, 2020 Frá því hann kom aftur heim á miðju síðasta tímabili hefur hann verið hættulegur í aukaspyrnum hægra megin fyrir utan vítateig andstæðinganna Víkings. Óttar skoraði t.a.m. glæsileg mörk beint úr aukaspyrnum gegn ÍBV og Breiðablik í fyrra. Óttar fagnar markinu sem hann skoraði í bikarúrslitaleik Víkings og FH í fyrra.vísir/vilhelm „Ég hef æft þetta mjög mikið og það er að skila sér,“ sagði Óttar sem hugsar sér gott til glóðarinnar þegar Víkingar fá aukaspyrnu á þessu svæði þar sem hann getur sveiflað vinstri fætinum. „Það hlakkar aðeins í manni,“ sagði framherjinn sparkvissi. Eins og áður sagði varð Víkingur bikarmeistari á síðasta tímabili. Sjöunda sætið varð hins vegar niðurstaðan í Pepsi Max-deildinni. „Við ætlum klárlega að enda ofar en í fyrra. Við erum á betri stað sem lið og félag. Við stefnum eins hátt og mögulegt er,“ sagði Óttar. Hann telur að Víkingur geti farið alla leið og unnið fyrsta Íslandsmeistaratitilinn síðan 1991. „Einfalda svarið er já.“ Meiri ferskleiki og jákvæðni Óttar fór ungur til Ajax í Hollandi en sneri aftur til Íslands fyrir tímabilið 2016. Þá skoraði hann sjö mörk í 20 deildarleikjum og var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann segir að margt hafi breyst hjá Víkingi síðan þá. Óttar hefur leikið níu leiki fyrir A-landsliðið og skorað tvö mörk.vísir/vilhelm „Tilkoma Arnars [Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings] og Kára [Árnasonar] og Sölva [Geirs Ottesen] hefur gefið þessu ferskan blæ og sett kraft í alla starfsemina. Líka það hvernig við spilum, það er nýtt og ferskt. Það er meiri jákvæðni í kringum allt og trúin hefur aukist,“ sagði Óttar. Ajax-skólinn hjálpar Sem fyrr sagði var Óttar á mála hjá Ajax í nokkur ár. Hann segir ýmislegt líkt með þeim leikstíl sem er predikaður hjá Ajax og þeim sem Arnar hefur innleitt hjá Víkingi. „Á báðum stöðum er mikið um æfingar sem snúast um að halda boltanum. Ég græði á því sem og staðsetningum á vellinum. Þetta er ekki nákvæmlega sami leikstíll en það er margt sameiginlegt eins og t.d. pressan,“ sagði Óttar. Eftir tímabilið 2016, þar sem Óttar blómstaði í Pepsi-deildinni, fór hann til Molde í Noregi. Hann var lánaður til Trelleborg í Svíþjóð og fór svo í annað sænskt félag, Mjällby. Óttar sneri hins vegar aftur heim eftir nokkra mánuði hjá Mjällby. Ég veit ekki hvað er orsök eða afleiðing en mér leið ekki alveg nógu vel þarna síðasta árið, bæði innan vallar og utan. Ég fékk ekki það traust sem mér fannst ég eiga skilið. Mig langaði bara að spila fullt af leikjum, öðlast enn meiri reynslu, skora mörk og komast á siglingu. Óttar segir að reynsluboltarnir Kári og Sölvi hafi haft áhrif á þá ákvörðun hans að fara aftur í Víking. „Ég sá möguleika á að læra af þeim, bæði sem leikmaður og karakter,“ sagði framherjinn. Óttar kveðst ekki vera búinn að loka dyrunum á atvinnumennsku og stefnir aftur á að fara erlendis. Tíminn er svo sem ekkert að hlaupa frá honum en Óttar er 23 ára. Óttar segir Víkinga stefna á að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 1991.vísir/vilhelm „Ég væri alveg til í að fara aftur út ef gott tækifæri gefst. Ég ætla að spila þetta eftir hjartanu, hvort mig langar virkilega að fara þegar, eða ef, eitthvað býðst.“ Með skýr mark(a)mið Óttar er aðal markaskorari Víkings og hefur verið orðaður við Gullskóinn. Guðmundur Steinsson var síðasti Víkingurinn til að verða markakóngur efstu deildar, á Íslandsmeistaraárinu 1991. Aðspurður segist Óttar vera búinn að setja sér markmið varðandi markafjölda í sumar. Hann er þó ekki tilbúinn að gefa hann upp. „Ég get sagt þér hvort ég hafi náð því eftir tímabilið,“ sagði Óttar og hló. Handboltinn í blóðinu Pabbi Óttars, Karl Þráinsson, var í stóru hlutverki hjá ógnarsterku handboltaliði Víkings á 9. áratug síðustu aldar. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Víkingum og fjórum sinnum bikarmeistari. Karl var markahæstur í Íslandsmeistaraliði Víkings 1987 með 95 mörk í átján leikjum. Þá lék hann 72 leiki með íslenska landsliðinu, þar af þrjá á Ólympíuleikunum í Seúl 1988. Óttar æfði handbolta eins og pabbi sinn en fótboltinn varð á endanum fyrir valinu. Ég var lengi vel í handbolta og fór á nokkrar æfingar hjá yngri landsliðum. Það kom alveg til greina á einhverjum tímapunkti að velja handboltann. En fótboltinn heillaði meira. Öfugt við pabba sinn er Óttar rétthentur og lék í stöðu vinstri skyttu. Hann segir að þegar komið var fram á fermingaraldurinn hafi æfingaálagið verið orðið mikið. Óttar í handboltasalnum í Víkinni.vísir/vilhelm „Það var svolítið mikið að æfa báðar greinar og vera kannski á tveimur til þremur æfingum á dag. Ætli ég hafi ekki verið 14-15 ára þegar ég valdi fótboltann.“ Óttar dreymir að bæta enn einum titli í safn fjölskyldunnar; að verða Íslandsmeistari eins og pabbi. „Akkúrat, það væri mjög gaman,“ sagði Óttar að endingu.
Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00