Mál Elliða inn á borð aganefndar - Dómarinn kallaður þöngulhaus Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 21:20 Ívar Orri Kristjánsson er einn besti dómari landsins um þessar mundir. VÍSIR/BÁRA Framkvæmdastjóri KSÍ hefur vísað ummælum á Twitter-síðu 3. deildarliðsins Elliða til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi í kvöld. Fótbolti.net fjallaði um ummælin í dag en þar segir að dómara í bikarleik Elliða við Hauka um helgina, milliríkjadómaranum Ívari Orra Kristjánssyni, hafi verið úthúðað á Twitter-síðu Elliða á meðan á leik stóð. Var Ívar kallaður þöngulhaus og því fagnað að hann hefði neyðst til að fara af velli vegna meiðsla. „Frábærar fréttir, Ívar hefur verið skelfilegur,“ stóð í færslu um meiðslin. Á Twitter-síðunni biðjast Elliða-menn nú afsökunar á ummælum sínum og óska Ívari skjóts bata. Við biðjumst afsökunar á ummælum um dómara leiksins, Ívar Orra. Gengum of langt í hita leiksins. Við óskum honum skjóts bata.— Elliði FC (@EllidiFC) June 6, 2020 Framkvæmdastjóra KSÍ er heimilt að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum,“ eins og segir í reglugerð um þessi mál. Nefndin mun væntanlega taka málið fyrir á þriðjudaginn eftir viku og samkvæmt grein 13.9 í reglugerðinni gæti Elliði átt yfir höfði sér allt að 100 þúsund króna sekt. Elliði tapaði umræddum bikarleik við Hauka, 3-1. Íslenski boltinn KSÍ Mjólkurbikarinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Framkvæmdastjóri KSÍ hefur vísað ummælum á Twitter-síðu 3. deildarliðsins Elliða til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi í kvöld. Fótbolti.net fjallaði um ummælin í dag en þar segir að dómara í bikarleik Elliða við Hauka um helgina, milliríkjadómaranum Ívari Orra Kristjánssyni, hafi verið úthúðað á Twitter-síðu Elliða á meðan á leik stóð. Var Ívar kallaður þöngulhaus og því fagnað að hann hefði neyðst til að fara af velli vegna meiðsla. „Frábærar fréttir, Ívar hefur verið skelfilegur,“ stóð í færslu um meiðslin. Á Twitter-síðunni biðjast Elliða-menn nú afsökunar á ummælum sínum og óska Ívari skjóts bata. Við biðjumst afsökunar á ummælum um dómara leiksins, Ívar Orra. Gengum of langt í hita leiksins. Við óskum honum skjóts bata.— Elliði FC (@EllidiFC) June 6, 2020 Framkvæmdastjóra KSÍ er heimilt að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum,“ eins og segir í reglugerð um þessi mál. Nefndin mun væntanlega taka málið fyrir á þriðjudaginn eftir viku og samkvæmt grein 13.9 í reglugerðinni gæti Elliði átt yfir höfði sér allt að 100 þúsund króna sekt. Elliði tapaði umræddum bikarleik við Hauka, 3-1.
Íslenski boltinn KSÍ Mjólkurbikarinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira