Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2020 23:06 Fossinn Dynjandi í Arnarfirði, einnig þekktur sem Fjallfoss. Stöð 2/Skjáskot. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15