Raheem Sterling, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, vonast til þess að fá fleiri menn sem eru svartir í forystustöður hjá enska knattspyrnusambandinu.
Réttindabarátta hefur verið mikið í umræðunni eftir dauða George Floyd í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og Sterling ræddi við BBC í ítarlegu viðtali við Newsnight, þar sem hann ræddi um kynþáttafordóma.
„Það er tími til kominn að ræða þessa hluti, óréttlæti, sérstaklega á mínum velli. Það eru um 500 leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og þriðjungur þeirra er svartur. Við eigum engan í stjórninni og enginn okkar er í þjálfarateymunum. Það eru ekki mörg andlit sem við getum tengt við og tekið samtali við,“ sagði Sterling.
"There's something like 500 players in the Premier League and a third of them are black, and we have no representation of us in the hierarchy."
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2020
Raheem Sterling has called for English football to address the lack of black representation in positions of power...
„Það er flott með öll þessi mótmæli og það er gott að tala en við þurfum að fara eiga samtölin og ræða málin. Við getum rætt mikið um það svarta fólk sem ætti að vera í stöðunum sem þau vilja vera í. Ég skal gefa fullkomið dæmi.“
„Þú hefur Steven Gerrard, Frank Lampard og svo Sol Campell og Ashley Cole. Allir áttu frábæran feril með Englandi og hafa náð í þjálfararéttindi til að þjálfa á hæsta stigi. Þeir tveir sem hafa ekki fengið tækifærin sem þeir eiga skilið eru þeir sem eru svartir.“
„Það er það sem okkur vantar. Þetta snýst ekki um að „taka hné“ (e. take knee). Þetta snýst um að gefa fólki þau tækifæri sem það á skilið,“ sagði Sterling.
Raheem Sterling: 'There s something like 500 players in the Premier League and a third of them are black. And we have no representation of us in the hierarchy' pic.twitter.com/gcRWmRteSE
— Guardian sport (@guardian_sport) June 9, 2020