Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 12:10 Nafn Guðmundar Franklíns verður að finna á kjörseðlinum 27. júní. Vísir/Arnar Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. Guðmundur sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðmundur Franklín hefur verið á ferðalagi undanfarið og geri sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til þess að ræða við Reykjavík síðdegis en hann hafði verið á ferð um norðurland sem heldur áfram næstu daga. Forsetaframbjóðandinn sagði viðtökurnar hafa verið góðar á ferðalagi sínu en Grímsey væri næsti áfangastaður hans og teymis hans. Guðmundur Franklín var í tvígang spurður út í málefni öryrkja og stöðu þeirra. Í svörum sínum til Margrétar og Sigrúnar Margrétar sagðist Guðmundur munu berjast fyrir öryrkjum nái hann kjöri til embættis Forseta Íslands 27. júní. „Ég hef nú lýst því yfir að ég ætla að beita mér fyrir betri hag og kjörum öryrkja,“ sagði Guðmundur áður en hann var spurður að því hvernig hann hygðist gera það. Ég heiti því til að byrja með að skrifa ekki undir nein lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara frekar. Ekki undir neinum kringumstæðum,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að beita mér af fullu afli að því að öryrkjar geti lifað sómasamlegu lífi og alveg á pari við önnur laun,“ svaraði Guðmundur seinna í þættinum þegar sambærileg spurning var borin upp. Þungunarrof ekki beint mál forsetans Þá var Guðmundur einnig spurður um afstöðu sína til laga um þungunarrof sem tóku gildi 1. september í fyrra. Hefði Guðmundur, sem forseti, skrifað undir lögin þeim til staðfestingar. „Mér þótti nú gömlu lögin duga en mér finnst þetta vera alfarið mál konunnar og fjölskyldu hennar,“ sagði Guðmundur áður en Þórdís Valsdóttir ein þáttstjórnenda spurði. „Þannig þú hefðir staðfest þessi lög?“ „Mér finnst þetta algjörlega mál konunnar og fjölskyldu hennar. Mér finnst þetta ekki beint vera mál forsetans en mín skoðun er sú að fyrri reglur dugðu okkur ágætlega. Mér fannst dálítið farið offari í þessu og varð svolítið skelkaður af yfirlýsingum forsætisráðherra sem vildi hafa þetta alveg til fæðingar. Það er svona það sem sumt vinstra fólk heldur fram,“ sagði Guðmundur. Segir tengsl við Miðflokkinn engin en þakkar stuðninginn Þá var Guðmundur spurður út í tengsl Miðflokksins við forsetaframboðið en skoðanakannanir sína fram á að Guðmundur sækir mest fylgi sitt til flokksins. Guðmundur sagðist þakka stuðninginn og að hann þyrfti greinilega að leitast eftir fylgi frá Viðreisn og Samfylkingu áður en hann sagði tengsl sín við Miðflokkinn engin. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um.“ Þá var Guðmundur spurður um afstöðu hans til þjóðaratkvæðagreiðslna og sagðist hlustandinn hafa áhyggjur af því að ekkert kæmist að í þjóðfélaginu nema þjóðaratkvæðagreiðslur ef Guðmundur næði kjöri. Guðmundur sagði svo ekki vera og að hann myndi beita málskotsrétti stjórnarskrár sparlega og þá í málum þar sem gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. „Það þarf að vera mál sem er svo stórt að þjóðin er komin öll upp á afturlappirnar. Þú metur það þannig með að fylgjast með fréttum og skoðanakönnunum,“ sagði forsetaframbjóðandinn og minntist á hinar ýmsu leiðir til að sjá afstöðu þjóðar, þar á meðal undirskriftalista en Guðmundur hefur staðið fyrir nokkrum undirskriftasöfnunum á undanförnum árum. Hversu margar þyrftu undirskriftir að vera til þess að Guðmundur vísaði máli til þjóðarinnar? „Ég ætla ekki að segja neina tölu í því,“ sagði Guðmundur og sagði að á síðustu árum hefði orðið erfiðara að safna undirskriftum kjósenda. „Fólk er hrætt við að leggja nafn sitt við svona. Fólk hugsar sig tvisvar vegna þess að það er níðst á því ef það tekur þátt í svona söfnunum og stjórnvöld vita þetta. Þau beita ýmsum hræðslubrögðum,“ sagði Guðmundur Franklín sem segir að forsetaembættið muni þróast og breytast nái hann kjöri. Hann vilji að allir geti tekið virkan þátt í lýðræðinu og séu sáttir. Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. Guðmundur sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðmundur Franklín hefur verið á ferðalagi undanfarið og geri sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til þess að ræða við Reykjavík síðdegis en hann hafði verið á ferð um norðurland sem heldur áfram næstu daga. Forsetaframbjóðandinn sagði viðtökurnar hafa verið góðar á ferðalagi sínu en Grímsey væri næsti áfangastaður hans og teymis hans. Guðmundur Franklín var í tvígang spurður út í málefni öryrkja og stöðu þeirra. Í svörum sínum til Margrétar og Sigrúnar Margrétar sagðist Guðmundur munu berjast fyrir öryrkjum nái hann kjöri til embættis Forseta Íslands 27. júní. „Ég hef nú lýst því yfir að ég ætla að beita mér fyrir betri hag og kjörum öryrkja,“ sagði Guðmundur áður en hann var spurður að því hvernig hann hygðist gera það. Ég heiti því til að byrja með að skrifa ekki undir nein lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara frekar. Ekki undir neinum kringumstæðum,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að beita mér af fullu afli að því að öryrkjar geti lifað sómasamlegu lífi og alveg á pari við önnur laun,“ svaraði Guðmundur seinna í þættinum þegar sambærileg spurning var borin upp. Þungunarrof ekki beint mál forsetans Þá var Guðmundur einnig spurður um afstöðu sína til laga um þungunarrof sem tóku gildi 1. september í fyrra. Hefði Guðmundur, sem forseti, skrifað undir lögin þeim til staðfestingar. „Mér þótti nú gömlu lögin duga en mér finnst þetta vera alfarið mál konunnar og fjölskyldu hennar,“ sagði Guðmundur áður en Þórdís Valsdóttir ein þáttstjórnenda spurði. „Þannig þú hefðir staðfest þessi lög?“ „Mér finnst þetta algjörlega mál konunnar og fjölskyldu hennar. Mér finnst þetta ekki beint vera mál forsetans en mín skoðun er sú að fyrri reglur dugðu okkur ágætlega. Mér fannst dálítið farið offari í þessu og varð svolítið skelkaður af yfirlýsingum forsætisráðherra sem vildi hafa þetta alveg til fæðingar. Það er svona það sem sumt vinstra fólk heldur fram,“ sagði Guðmundur. Segir tengsl við Miðflokkinn engin en þakkar stuðninginn Þá var Guðmundur spurður út í tengsl Miðflokksins við forsetaframboðið en skoðanakannanir sína fram á að Guðmundur sækir mest fylgi sitt til flokksins. Guðmundur sagðist þakka stuðninginn og að hann þyrfti greinilega að leitast eftir fylgi frá Viðreisn og Samfylkingu áður en hann sagði tengsl sín við Miðflokkinn engin. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um.“ Þá var Guðmundur spurður um afstöðu hans til þjóðaratkvæðagreiðslna og sagðist hlustandinn hafa áhyggjur af því að ekkert kæmist að í þjóðfélaginu nema þjóðaratkvæðagreiðslur ef Guðmundur næði kjöri. Guðmundur sagði svo ekki vera og að hann myndi beita málskotsrétti stjórnarskrár sparlega og þá í málum þar sem gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. „Það þarf að vera mál sem er svo stórt að þjóðin er komin öll upp á afturlappirnar. Þú metur það þannig með að fylgjast með fréttum og skoðanakönnunum,“ sagði forsetaframbjóðandinn og minntist á hinar ýmsu leiðir til að sjá afstöðu þjóðar, þar á meðal undirskriftalista en Guðmundur hefur staðið fyrir nokkrum undirskriftasöfnunum á undanförnum árum. Hversu margar þyrftu undirskriftir að vera til þess að Guðmundur vísaði máli til þjóðarinnar? „Ég ætla ekki að segja neina tölu í því,“ sagði Guðmundur og sagði að á síðustu árum hefði orðið erfiðara að safna undirskriftum kjósenda. „Fólk er hrætt við að leggja nafn sitt við svona. Fólk hugsar sig tvisvar vegna þess að það er níðst á því ef það tekur þátt í svona söfnunum og stjórnvöld vita þetta. Þau beita ýmsum hræðslubrögðum,“ sagði Guðmundur Franklín sem segir að forsetaembættið muni þróast og breytast nái hann kjöri. Hann vilji að allir geti tekið virkan þátt í lýðræðinu og séu sáttir.
Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira