Svæfingalæknir hefur ítrekað íhugað uppsögn á Landspítala vegna álags Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 18:42 Theodór Skúli hefur starfað sem svæfingalæknir á Landspítala síðustu þrjú ár. Vísir/Vilhelm Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira