Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 19:31 Björgunarfólk dælir upp menguðu vatni úr Ambarnaya-ánni við Norilsk í Síberíu. Olían er nú komin út í stórt stöðuvatn. Vísir/EPA Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. Neyðarstarfsmenn vinna nú að því að reyna að koma í veg fyrir að olía dreifist víðar. Áætlað er að um 21.000 tonn af olíunni hafi lekið úr tanki við orkuver í Norilsk föstudaginn 29. maí. Þaðan komst olían út í Ambarnaya-ána og hefur hún nú runnið um tuttugu kílómetra norður frá Norilsk í Pyasino-vatnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pyasino-vatn er uppspretta samnefndrar ár sem rennur út í Karahafið sem er hluti af Norður-Íshafinu. Áin er yfirleitt í klakaböndum frá október til júní. Alexander Uss, ríkisstjóri í Krasnoyarsk-héraði segir mikilvægt að koma í veg fyrir að olían berist út í Pyasino-ána. Hann telur það gerlegt. Þegar hafa um 23.000 rúmmetrar mengaðs jarðvegs verið fjarlægðir. Talið er að leki hafi komið á olíutankinn þegar stöplar undir honum sukku vegna þiðnandi sífrera sem hann stóð á. Rússneskir saksóknarar hafa fyrirskipað rannsókn á „sérstaklega hættulegum“ mannvirkjum sem standa á freðmýri. Forstöðumaður orkuversins í Norilsk var handtekinn eftir að í ljós kom að stjórnendur þess tilkynntu yfirvöldum ekki um lekann fyrr en fregnir af honum byrjuðu að berast út á samfélagsmiðlum. Norðurslóðir Bensín og olía Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. Neyðarstarfsmenn vinna nú að því að reyna að koma í veg fyrir að olía dreifist víðar. Áætlað er að um 21.000 tonn af olíunni hafi lekið úr tanki við orkuver í Norilsk föstudaginn 29. maí. Þaðan komst olían út í Ambarnaya-ána og hefur hún nú runnið um tuttugu kílómetra norður frá Norilsk í Pyasino-vatnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pyasino-vatn er uppspretta samnefndrar ár sem rennur út í Karahafið sem er hluti af Norður-Íshafinu. Áin er yfirleitt í klakaböndum frá október til júní. Alexander Uss, ríkisstjóri í Krasnoyarsk-héraði segir mikilvægt að koma í veg fyrir að olían berist út í Pyasino-ána. Hann telur það gerlegt. Þegar hafa um 23.000 rúmmetrar mengaðs jarðvegs verið fjarlægðir. Talið er að leki hafi komið á olíutankinn þegar stöplar undir honum sukku vegna þiðnandi sífrera sem hann stóð á. Rússneskir saksóknarar hafa fyrirskipað rannsókn á „sérstaklega hættulegum“ mannvirkjum sem standa á freðmýri. Forstöðumaður orkuversins í Norilsk var handtekinn eftir að í ljós kom að stjórnendur þess tilkynntu yfirvöldum ekki um lekann fyrr en fregnir af honum byrjuðu að berast út á samfélagsmiðlum.
Norðurslóðir Bensín og olía Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07