Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Toppbaráttan (1. til 3. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2020 14:00 Valur og Breiðablik háðu mikla rimmu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Liðin gætu fengið samkeppni frá Selfossi í sumar. vísir/bára Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Í fjórða og síðasta hluta spár okkar fyrir Pepsi Max-deildina förum við yfir liðin þrjú sem ætla sér og munu að öllum líkindum berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Valur og Breiðablik voru í sérflokki á síðasta tímabili. Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í níu ár, fengu 50 stig, tveimur stigum meira en Blikar sem unnu titilinn 2018. Báðir leikir Vals og Breiðabliks enduðu með jafntefli en annars unnu liðin alla sína leiki fyrir utan að Breiðablik missteig sig gegn Þór/KA á heimavelli. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Blikar misstu því af Íslandsmeistaratitlinum þrátt fyrir að tapa ekki leik. Selfoss braut blað í sögu félagsins á síðasta tímabili þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Selfyssingar ætla að hamra járnið meðan það er heitt og gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Það verður þó krefjandi en Selfoss var fjórtán stigum á eftir Breiðabliki og sextán stigum á eftir Val í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Selfyssingar hafa fengið góðan liðsauka og sendu skilaboð með því að vinna Valskonur, 1-2, í Meistarakeppni KSÍ um síðustu helgi. Við gætum því fengið þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn þótt Breiðablik og Valur séu enn líklegri til afreka en Selfoss. View this post on Instagram VELKOMIN HEIM DAGNÝ! Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára. Dagný kemur til Selfoss frá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún er margreynd landsliðskona og atvinnumaður en hún hefur spilað 178 deildarleiki hér heima og erlendis og skorað í þeim 49 mörk. Dagný hefur leikið 85 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Dagný býr á Selfossi og er ekki ókunnug félaginu því hún hefur spilað 37 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum. Hún spilaði síðast með Selfossi í úrvalsdeildinni 2015. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að semja við Dagnýju. Við stefnum á að bæta árangur liðsins enn frekar og það er heiður fyrir félagið og þýðingarmikið fyrir samfélagið að fá atvinnumann af þessari stærðargráðu til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við vitum öll hvað Dagný getur og hún mun klárlega hjálpa okkur að komast á næsta stig. Dagný þekkir Selfoss og er frábær félagsmaður og á eftir að gera mikið fyrir okkur bæði innan og utan vallar, segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. Á myndinni handsala Einar Karl, Alfreð og Dagný samninginn í Tíbrá í kvöld. A post shared by Selfoss Fótbolti (@selfossfotbolti) on Nov 13, 2019 at 2:55pm PST Selfoss í 3. sæti: Ætla sér alla leið Íþróttadeild spáir Selfossi 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og liðið endi því á sama stað og í fyrra. Eftir að hafa lent í 3. sæti og komist í bikarúrslit 2015 féll Selfoss árið eftir. Þá tók Alfreð Elías Jóhannsson við og hóf endurreisn Selfoss. Liðið fór rakleiðis aftur upp og endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar 2018. Selfyssingar vilja gera enn betur en í fyrra og eru ófeimnir að tala um að þeir ætli sér að verða Íslandsmeistarar. Sigurinn á Val í Meistarakeppninni ætti að gefa liðinu byr undir báða vængi þótt það geti spilað mun betur en það gerði í leiknum á Hlíðarenda. Selfyssingar hafa bætt við sig sterkum leikmönnum í vetur, þ.á.m. landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur, og erlendu leikmennirnir virðast afar öflugir. Sterkur varnarleikur var aðall Selfoss á síðasta tímabili en aðeins Valur og Breiðablik fengu á sig færri mörk. Selfyssingar þurfa hins vegar að gefa í hinum megin á vellinum en liðið skoraði aðeins 24 mörk í deildinni í fyrra. Hólmfríður Magnúsdóttir var allt í öllu sóknarleik Selfoss á síðasta tímabili en ætti að fá meiri hjálp í sumar sem er nauðsynlegt til að liðið geti barist um þann Íslandsmeistaratitilinn. Selfoss Ár í deildinni: Tvö tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: Tvisvar sinnum í 3. sæti (Síðast 2019) Best í bikar: Bikarmeistari 2019 Sæti í fyrra: 3. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Alfreð Elías Jóhannsson (4. tímabil) Síðasta tímabil Árið 2019 var það besta í sögu Selfoss. Liðið varð bikarmeistari eftir sigur á KR, 2-1, í framlengdum úrslitaleik og endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Selfoss fór ekki af stað með neinum látum í fyrra, tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum og eftir sjö umferðir var liðið aðeins með sjö stig og búið að fá á sig þrettán mörk. Selfyssingar hertu þá skrúfurnar í varnarleiknum og fengu bara fjögur mörk á sig í síðustu ellefu leikjunum. Í seinni umferðinni fékk Selfoss 21 stig og einu töpin voru gegn Val og Breiðabliki. Selfyssingar enduðu mótið með stæl, unnu síðustu fjóra leikina og héldu hreinu í síðustu þremur. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Hólmfríður Magnúsdóttir 7 Barbára Sól Gísladóttir 4 Grace Rapp 4 Magdalena Anna Reimus 3 Allison Murphy 2 Hrafnhildur Hauksdóttir 2 Liðið og leikmenn Selfoss gerði góða hluti á félagaskiptamarkaðnum og náði í fimm afar sterka leikmenn. Dagný er öllum hnútum kunnug á Selfossi og Anna Björk ætti að gera góða vörn enn betri. Hin bandaríska Kaylan Marckese virðist vera frábær markvörður og landa hennar, framherjinn Tiffany McCarty er með flotta ferilskrá. Miðjumaðurinn Clara Sigurðardóttir kom frá ÍBV en þrátt fyrir að vera aðeins átján ára býr hún yfir mikilli reynslu. Hinar ungu og efnilegu Barbára Sól Gísladóttur og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir eru árinu eldri og ættu að vera enn betri í sumar. Selfyssingar vita svo alltaf hvað þeir fá frá leikmönnum eins og varðhundinum á miðjunni, Karitas Tómasdóttur, Magdalenu Önnu Reimus og fyrirliðanum Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Þá er ótalin Hólmfríður sem lék afar vel á síðasta tímabili og var prímusmótorinn í sóknarleik Selfoss. Dagný, Clara og McCarthy ættu að létta undir með henni í sumar og sjá til þess að Selfyssingar skori fleiri mörk en í fyrra. Lykilmenn Dagný Brynjarsdóttir, 28 ára miðjumaður Anna Björk Kristjánsdóttir, 30 ára varnarmaður Hólmfríður Magnúsdóttir, 35 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er sautján ára miðvörður sem steig sín fyrstu alvöru spor í efstu deild í fyrra og var í byrjunarliðinu í sigri Selfoss í bikarúrslitaleiknum. Nú fær hún landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur sér við hlið sem ætti að hjálpa þessum efnilega leikmanni að fóta sig enn betur. Áslaug Dóra hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands og var fyrirliði sautján ára landsliðsins í tveimur leikjum í febrúar. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Selfoss í Pepsi Max deild kvenna 2020 View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) on Sep 21, 2019 at 9:43am PDT Valur í 2. sæti: Lífið eftir Margréti Láru Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðinu takist því ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn sem það vann í fyrra. Eftir níu ára bið varð Valur loks Íslandsmeistari á síðasta tímabili eftir mikla baráttu við Breiðablik. Valskonur fengu 50 stig af 54 mögulegum, skoruðu flest mörk (65) og fengu á sig fæst (12). Þá átti Valur besta leikmann deildarinnar (Elínu Mettu Jensen) og þann efnilegasta (Hlín Eiríksdóttur). Valur teflir fram mjög svipuðu liði og í fyrra nema hvað fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir lagði skóna á hilluna. Eyjakonan skoraði fimmtán mörk í Pepsi Max-deildinni og enginn skyldi vanmeta áhrif hennar innan vallar sem utan. Að venju er markið sett hátt á Hlíðarenda og engar líkur á öðru en að Valur berjist um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er einfaldlega það reynt og með marga framúrskarandi leikmenn. Valur í Reykjavík Ár í deildinni: 44. tímabilið í röð í efstu deild (1977-) Ellefu Íslandsmeistaratitlar (síðast 2019) Þrettán bikarmeistaratitlar (síðast 2011) Sæti í fyrra: Íslandsmeistarar í Pepsi Max Þjálfari: Pétur Pétursson (3. tímabil) Síðasta tímabil Valur gaf tóninn með því að skora fimm mörk gegn Þór/KA í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Valskonur röðuðu inn mörkum allt sumarið og þrír leikmenn liðsins skoruðu fimmtán mörk eða meira. Vörnin var einnig traust með nýja miðvarðaparið, Guðnýju Árnadóttur og Lillý Rut Hlynsdóttur, og Sandra Sigurðardóttir hélt hreinu í helmingi leikja sinna. Valskonur gátu tryggt sér titilinn með sigri á Blikum í næstsíðustu umferðinni en jöfnunarmark Heiðdísar Lillýjardóttur með síðustu snertingu leiksins frestaði fagnaðarlátunum. Valur varð svo meistari með 3-2 sigri á Keflavík í lokaumferðinni. Ekki gekk jafn vel í Mjólkurbikarnum þar sem Valur tapaði fyrir Þór/KA, 3-2, í átta liða úrslitunum. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Elín Metta Jensen 16 Hlín Eiríksdóttir 16 Margrét Lára Viðarsdóttir 15 Fanndís Friðriksdóttir 7 Elísa Viðarsdóttir 2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir 2 Liðið og leikmenn Þrátt fyrir að Margrét Lára sé farin er leikmannahópur Vals enn ógnarsterkur. Valsliðið býr yfir gríðarlegri reynslu en í því eru m.a. þrír meðlimir 100 landsleikja klúbbsins (Fanndís Friðriksdóttir, Dóra María Lárusdóttir og nýi fyrirliðinn Hallbera Gísladóttir). Valur fékk til sín þrjá unga og spennandi leikmenn í vetur, þær Örnu Eiríksdóttur, Ídu Marín Hermannsdóttur og Diljá Ýr Zomers. Þá er Ásdís Karen Halldórsdóttir komin aftur úr láni frá KR og markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir verður Söndru til halds og trausts. Í Valsliðinu er valin kona í hverju rúmi og sóknarvopnin eru mörg og beitt. Það er kannski helst á miðjunni sem Pétur Pétursson væri til í að hafa úr fleiri kostum að velja. Lykilmenn Elín Metta Jensen, 25 ára sóknarmaður Guðný Árnadóttir, 19 ára varnarmaður Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, 33 ára miðjumaður Gæti sprungið út Valur fékk varnarmanninn efnilega, Örnu Eiríksdóttur, frá HK/Víkingi í vetur. Hjá Val hittir hún fyrir eldri systur sínar, Málfríði Önnu og Hlín. Þær eru dætur Guðrúnar Sæmundsdóttur sem er mikil Valshetja. Þótt Arna verði væntanlega í aukahlutverki á fyrsta tímabili sínu á Hlíðarenda er ekki loku fyrir það skotið að við fáum að sjá þrjár Eiríksdætur inni á vellinum í Valsbúningi á sama tíma. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Vals í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Valur í Pepsi Max deild kvenna 2020 View this post on Instagram Íslands-og Bikarmeistarar 2018 A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) on Sep 17, 2018 at 12:38pm PDT Breiðablik í 1. sæti: Titilinn aftur í Kópavoginn Íþróttadeild spáir Breiðabliki 1. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endurheimti þar með Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að fara taplausar í gegnum tímabilið og fá 48 stig af 54 mögulegum varð Breiðablik ekki Íslandsmeistari í fyrra. Jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. Lið Breiðabliks er enn betur mannað en á síðasta tímabili og er ótrúlega sterkt. Rakel Hönnudóttir er komin aftur í Kópavoginn og markadrottningin Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður með allt frá byrjun eftir Ítalíudvölina. Þá er Keflvíkingurinn efnilegi, Sveindís Jane Jónsdóttir, komin í grænt. Blikar hafa endað í 1. eða 2. sæti deildarinnar síðan 2014 og afar ólíklegt er að það breytist í ár. Hungrið í titilinn ætti að vera mikið eftir síðasta tímabil. Þorsteinn Halldórsson er á sínu sjötta tímabili sem þjálfari Breiðabliks. Hann hefur gert frábæra hluti í Kópavoginum og undir hans stjórn hafa Blikar tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistarar og tvisvar sinnum bikarmeistarar. Breiðablik í Kópavogi Ár í deildinni: 32. tímabilið í röð í efstu deild (1989-) Sautján Íslandsmeistaratitlar (síðast 2018) Tólf bikarmeistaratitlar (síðast 2018) Sæti í fyrra: 2. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Þorsteinn Halldórsson (6. tímabil) Síðasta tímabil Það var voða lítið hægt að kvarta yfir síðasta tímabili hjá Breiðabliki. Liðið fékk sinn mesta stigafjölda síðan 2015 en þurfti að sjá á eftir Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. Eina tap Breiðabliks síðasta sumar kom gegn Fylki í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Berglind Björg varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar annað árið í röð og Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir settu einnig persónuleg met í markaskorun. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 Agla María Albertsdóttir 12 Alexandra Jóhannsdóttir 11 Hildur Antonsdóttir 4 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 4 Liðið og leikmenn Rakel sneri aftur til Breiðabliks eftir tvö ár í atvinnumennsku. Hún var fyrirliði Blika áður en hún fór út og styrkir liðið gríðarlega mikið. Breiðablik vann einnig kapphlaupið um Sveindísi Jane og fékk hinar efnilegu Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur og Vigdísi Eddu Friðriksdóttur. Blikar lánuðu frá sér tvo markverði (Telmu Ívarsdóttur og Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur) en fengu Írisi Dögg Gunnarsdóttur í þeirra stað. Tveir af traustustu leikmönnum Breiðabliks, Fjolla Shala og Ásta Eir Einarsdóttir, eru barnshafandi og verða fjarri góðu gamni í sumar. Stærstu verkefnin sem Þorsteinn stendur frammi fyrir er hvernig á að fylla skarð Ástu í stöðu hægri bakvarðar og hvernig hann ætlar að koma Sveindísi fyrir í byrjunarliðinu. Lykilmenn Berglind Björg Þorvaldsdóttir, 28 ára sóknarmaður Rakel Hönnudóttir, 31 árs miðjumaður Agla María Albertsdóttir, 20 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á sínu þriðja tímabili hjá Breiðabliki. Hún lék alla átján deildarleikina á síðasta tímabili og fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu síðasta sumar. Karólína hefur oftast spilað á hægri kantinum hjá Breiðabliki en gæti spilað meira á miðjunni í sumar eftir komu Sveindísar. Karólína skoraði fjögur mörk á síðasta tímabili og getur bætt enn í á því sviði. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna 2020 Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Valur Breiðablik Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Vongóðu liðin (4. til 5. sæti) Vísir er að spá fyrir um lokastöðuna í Pepsi Max deild kvenna og nú er komið að tveimur liðunum sem ættu að koma örugglega mjög bjartsýn og vongóð til leiks í sumar. 10. júní 2020 14:00 Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Fallbaráttan (8. til 10. sæti) Vísir mun á næstu dögum spá fyrir um lokastöðuna í Pepsi Max deild kvenna og við byrjum á því að fara yfir liðin sem við teljum munu vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. 8. júní 2020 14:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Í fjórða og síðasta hluta spár okkar fyrir Pepsi Max-deildina förum við yfir liðin þrjú sem ætla sér og munu að öllum líkindum berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Valur og Breiðablik voru í sérflokki á síðasta tímabili. Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í níu ár, fengu 50 stig, tveimur stigum meira en Blikar sem unnu titilinn 2018. Báðir leikir Vals og Breiðabliks enduðu með jafntefli en annars unnu liðin alla sína leiki fyrir utan að Breiðablik missteig sig gegn Þór/KA á heimavelli. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Blikar misstu því af Íslandsmeistaratitlinum þrátt fyrir að tapa ekki leik. Selfoss braut blað í sögu félagsins á síðasta tímabili þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Selfyssingar ætla að hamra járnið meðan það er heitt og gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. Það verður þó krefjandi en Selfoss var fjórtán stigum á eftir Breiðabliki og sextán stigum á eftir Val í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Selfyssingar hafa fengið góðan liðsauka og sendu skilaboð með því að vinna Valskonur, 1-2, í Meistarakeppni KSÍ um síðustu helgi. Við gætum því fengið þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn þótt Breiðablik og Valur séu enn líklegri til afreka en Selfoss. View this post on Instagram VELKOMIN HEIM DAGNÝ! Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára. Dagný kemur til Selfoss frá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún er margreynd landsliðskona og atvinnumaður en hún hefur spilað 178 deildarleiki hér heima og erlendis og skorað í þeim 49 mörk. Dagný hefur leikið 85 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Dagný býr á Selfossi og er ekki ókunnug félaginu því hún hefur spilað 37 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum. Hún spilaði síðast með Selfossi í úrvalsdeildinni 2015. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að semja við Dagnýju. Við stefnum á að bæta árangur liðsins enn frekar og það er heiður fyrir félagið og þýðingarmikið fyrir samfélagið að fá atvinnumann af þessari stærðargráðu til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við vitum öll hvað Dagný getur og hún mun klárlega hjálpa okkur að komast á næsta stig. Dagný þekkir Selfoss og er frábær félagsmaður og á eftir að gera mikið fyrir okkur bæði innan og utan vallar, segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. Á myndinni handsala Einar Karl, Alfreð og Dagný samninginn í Tíbrá í kvöld. A post shared by Selfoss Fótbolti (@selfossfotbolti) on Nov 13, 2019 at 2:55pm PST Selfoss í 3. sæti: Ætla sér alla leið Íþróttadeild spáir Selfossi 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og liðið endi því á sama stað og í fyrra. Eftir að hafa lent í 3. sæti og komist í bikarúrslit 2015 féll Selfoss árið eftir. Þá tók Alfreð Elías Jóhannsson við og hóf endurreisn Selfoss. Liðið fór rakleiðis aftur upp og endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar 2018. Selfyssingar vilja gera enn betur en í fyrra og eru ófeimnir að tala um að þeir ætli sér að verða Íslandsmeistarar. Sigurinn á Val í Meistarakeppninni ætti að gefa liðinu byr undir báða vængi þótt það geti spilað mun betur en það gerði í leiknum á Hlíðarenda. Selfyssingar hafa bætt við sig sterkum leikmönnum í vetur, þ.á.m. landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur, og erlendu leikmennirnir virðast afar öflugir. Sterkur varnarleikur var aðall Selfoss á síðasta tímabili en aðeins Valur og Breiðablik fengu á sig færri mörk. Selfyssingar þurfa hins vegar að gefa í hinum megin á vellinum en liðið skoraði aðeins 24 mörk í deildinni í fyrra. Hólmfríður Magnúsdóttir var allt í öllu sóknarleik Selfoss á síðasta tímabili en ætti að fá meiri hjálp í sumar sem er nauðsynlegt til að liðið geti barist um þann Íslandsmeistaratitilinn. Selfoss Ár í deildinni: Tvö tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: Tvisvar sinnum í 3. sæti (Síðast 2019) Best í bikar: Bikarmeistari 2019 Sæti í fyrra: 3. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Alfreð Elías Jóhannsson (4. tímabil) Síðasta tímabil Árið 2019 var það besta í sögu Selfoss. Liðið varð bikarmeistari eftir sigur á KR, 2-1, í framlengdum úrslitaleik og endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Selfoss fór ekki af stað með neinum látum í fyrra, tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum og eftir sjö umferðir var liðið aðeins með sjö stig og búið að fá á sig þrettán mörk. Selfyssingar hertu þá skrúfurnar í varnarleiknum og fengu bara fjögur mörk á sig í síðustu ellefu leikjunum. Í seinni umferðinni fékk Selfoss 21 stig og einu töpin voru gegn Val og Breiðabliki. Selfyssingar enduðu mótið með stæl, unnu síðustu fjóra leikina og héldu hreinu í síðustu þremur. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Hólmfríður Magnúsdóttir 7 Barbára Sól Gísladóttir 4 Grace Rapp 4 Magdalena Anna Reimus 3 Allison Murphy 2 Hrafnhildur Hauksdóttir 2 Liðið og leikmenn Selfoss gerði góða hluti á félagaskiptamarkaðnum og náði í fimm afar sterka leikmenn. Dagný er öllum hnútum kunnug á Selfossi og Anna Björk ætti að gera góða vörn enn betri. Hin bandaríska Kaylan Marckese virðist vera frábær markvörður og landa hennar, framherjinn Tiffany McCarty er með flotta ferilskrá. Miðjumaðurinn Clara Sigurðardóttir kom frá ÍBV en þrátt fyrir að vera aðeins átján ára býr hún yfir mikilli reynslu. Hinar ungu og efnilegu Barbára Sól Gísladóttur og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir eru árinu eldri og ættu að vera enn betri í sumar. Selfyssingar vita svo alltaf hvað þeir fá frá leikmönnum eins og varðhundinum á miðjunni, Karitas Tómasdóttur, Magdalenu Önnu Reimus og fyrirliðanum Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Þá er ótalin Hólmfríður sem lék afar vel á síðasta tímabili og var prímusmótorinn í sóknarleik Selfoss. Dagný, Clara og McCarthy ættu að létta undir með henni í sumar og sjá til þess að Selfyssingar skori fleiri mörk en í fyrra. Lykilmenn Dagný Brynjarsdóttir, 28 ára miðjumaður Anna Björk Kristjánsdóttir, 30 ára varnarmaður Hólmfríður Magnúsdóttir, 35 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er sautján ára miðvörður sem steig sín fyrstu alvöru spor í efstu deild í fyrra og var í byrjunarliðinu í sigri Selfoss í bikarúrslitaleiknum. Nú fær hún landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur sér við hlið sem ætti að hjálpa þessum efnilega leikmanni að fóta sig enn betur. Áslaug Dóra hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands og var fyrirliði sautján ára landsliðsins í tveimur leikjum í febrúar. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Selfoss í Pepsi Max deild kvenna 2020 View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) on Sep 21, 2019 at 9:43am PDT Valur í 2. sæti: Lífið eftir Margréti Láru Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðinu takist því ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn sem það vann í fyrra. Eftir níu ára bið varð Valur loks Íslandsmeistari á síðasta tímabili eftir mikla baráttu við Breiðablik. Valskonur fengu 50 stig af 54 mögulegum, skoruðu flest mörk (65) og fengu á sig fæst (12). Þá átti Valur besta leikmann deildarinnar (Elínu Mettu Jensen) og þann efnilegasta (Hlín Eiríksdóttur). Valur teflir fram mjög svipuðu liði og í fyrra nema hvað fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir lagði skóna á hilluna. Eyjakonan skoraði fimmtán mörk í Pepsi Max-deildinni og enginn skyldi vanmeta áhrif hennar innan vallar sem utan. Að venju er markið sett hátt á Hlíðarenda og engar líkur á öðru en að Valur berjist um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er einfaldlega það reynt og með marga framúrskarandi leikmenn. Valur í Reykjavík Ár í deildinni: 44. tímabilið í röð í efstu deild (1977-) Ellefu Íslandsmeistaratitlar (síðast 2019) Þrettán bikarmeistaratitlar (síðast 2011) Sæti í fyrra: Íslandsmeistarar í Pepsi Max Þjálfari: Pétur Pétursson (3. tímabil) Síðasta tímabil Valur gaf tóninn með því að skora fimm mörk gegn Þór/KA í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Valskonur röðuðu inn mörkum allt sumarið og þrír leikmenn liðsins skoruðu fimmtán mörk eða meira. Vörnin var einnig traust með nýja miðvarðaparið, Guðnýju Árnadóttur og Lillý Rut Hlynsdóttur, og Sandra Sigurðardóttir hélt hreinu í helmingi leikja sinna. Valskonur gátu tryggt sér titilinn með sigri á Blikum í næstsíðustu umferðinni en jöfnunarmark Heiðdísar Lillýjardóttur með síðustu snertingu leiksins frestaði fagnaðarlátunum. Valur varð svo meistari með 3-2 sigri á Keflavík í lokaumferðinni. Ekki gekk jafn vel í Mjólkurbikarnum þar sem Valur tapaði fyrir Þór/KA, 3-2, í átta liða úrslitunum. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Elín Metta Jensen 16 Hlín Eiríksdóttir 16 Margrét Lára Viðarsdóttir 15 Fanndís Friðriksdóttir 7 Elísa Viðarsdóttir 2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir 2 Liðið og leikmenn Þrátt fyrir að Margrét Lára sé farin er leikmannahópur Vals enn ógnarsterkur. Valsliðið býr yfir gríðarlegri reynslu en í því eru m.a. þrír meðlimir 100 landsleikja klúbbsins (Fanndís Friðriksdóttir, Dóra María Lárusdóttir og nýi fyrirliðinn Hallbera Gísladóttir). Valur fékk til sín þrjá unga og spennandi leikmenn í vetur, þær Örnu Eiríksdóttur, Ídu Marín Hermannsdóttur og Diljá Ýr Zomers. Þá er Ásdís Karen Halldórsdóttir komin aftur úr láni frá KR og markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir verður Söndru til halds og trausts. Í Valsliðinu er valin kona í hverju rúmi og sóknarvopnin eru mörg og beitt. Það er kannski helst á miðjunni sem Pétur Pétursson væri til í að hafa úr fleiri kostum að velja. Lykilmenn Elín Metta Jensen, 25 ára sóknarmaður Guðný Árnadóttir, 19 ára varnarmaður Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, 33 ára miðjumaður Gæti sprungið út Valur fékk varnarmanninn efnilega, Örnu Eiríksdóttur, frá HK/Víkingi í vetur. Hjá Val hittir hún fyrir eldri systur sínar, Málfríði Önnu og Hlín. Þær eru dætur Guðrúnar Sæmundsdóttur sem er mikil Valshetja. Þótt Arna verði væntanlega í aukahlutverki á fyrsta tímabili sínu á Hlíðarenda er ekki loku fyrir það skotið að við fáum að sjá þrjár Eiríksdætur inni á vellinum í Valsbúningi á sama tíma. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Vals í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Valur í Pepsi Max deild kvenna 2020 View this post on Instagram Íslands-og Bikarmeistarar 2018 A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) on Sep 17, 2018 at 12:38pm PDT Breiðablik í 1. sæti: Titilinn aftur í Kópavoginn Íþróttadeild spáir Breiðabliki 1. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið endurheimti þar með Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að fara taplausar í gegnum tímabilið og fá 48 stig af 54 mögulegum varð Breiðablik ekki Íslandsmeistari í fyrra. Jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. Lið Breiðabliks er enn betur mannað en á síðasta tímabili og er ótrúlega sterkt. Rakel Hönnudóttir er komin aftur í Kópavoginn og markadrottningin Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður með allt frá byrjun eftir Ítalíudvölina. Þá er Keflvíkingurinn efnilegi, Sveindís Jane Jónsdóttir, komin í grænt. Blikar hafa endað í 1. eða 2. sæti deildarinnar síðan 2014 og afar ólíklegt er að það breytist í ár. Hungrið í titilinn ætti að vera mikið eftir síðasta tímabil. Þorsteinn Halldórsson er á sínu sjötta tímabili sem þjálfari Breiðabliks. Hann hefur gert frábæra hluti í Kópavoginum og undir hans stjórn hafa Blikar tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistarar og tvisvar sinnum bikarmeistarar. Breiðablik í Kópavogi Ár í deildinni: 32. tímabilið í röð í efstu deild (1989-) Sautján Íslandsmeistaratitlar (síðast 2018) Tólf bikarmeistaratitlar (síðast 2018) Sæti í fyrra: 2. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Þorsteinn Halldórsson (6. tímabil) Síðasta tímabil Það var voða lítið hægt að kvarta yfir síðasta tímabili hjá Breiðabliki. Liðið fékk sinn mesta stigafjölda síðan 2015 en þurfti að sjá á eftir Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. Eina tap Breiðabliks síðasta sumar kom gegn Fylki í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Berglind Björg varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar annað árið í röð og Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir settu einnig persónuleg met í markaskorun. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 Agla María Albertsdóttir 12 Alexandra Jóhannsdóttir 11 Hildur Antonsdóttir 4 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 4 Liðið og leikmenn Rakel sneri aftur til Breiðabliks eftir tvö ár í atvinnumennsku. Hún var fyrirliði Blika áður en hún fór út og styrkir liðið gríðarlega mikið. Breiðablik vann einnig kapphlaupið um Sveindísi Jane og fékk hinar efnilegu Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur og Vigdísi Eddu Friðriksdóttur. Blikar lánuðu frá sér tvo markverði (Telmu Ívarsdóttur og Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur) en fengu Írisi Dögg Gunnarsdóttur í þeirra stað. Tveir af traustustu leikmönnum Breiðabliks, Fjolla Shala og Ásta Eir Einarsdóttir, eru barnshafandi og verða fjarri góðu gamni í sumar. Stærstu verkefnin sem Þorsteinn stendur frammi fyrir er hvernig á að fylla skarð Ástu í stöðu hægri bakvarðar og hvernig hann ætlar að koma Sveindísi fyrir í byrjunarliðinu. Lykilmenn Berglind Björg Þorvaldsdóttir, 28 ára sóknarmaður Rakel Hönnudóttir, 31 árs miðjumaður Agla María Albertsdóttir, 20 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á sínu þriðja tímabili hjá Breiðabliki. Hún lék alla átján deildarleikina á síðasta tímabili og fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu síðasta sumar. Karólína hefur oftast spilað á hægri kantinum hjá Breiðabliki en gæti spilað meira á miðjunni í sumar eftir komu Sveindísar. Karólína skoraði fjögur mörk á síðasta tímabili og getur bætt enn í á því sviði. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Klippa: Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna 2020
Selfoss Ár í deildinni: Tvö tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: Tvisvar sinnum í 3. sæti (Síðast 2019) Best í bikar: Bikarmeistari 2019 Sæti í fyrra: 3. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Alfreð Elías Jóhannsson (4. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Hólmfríður Magnúsdóttir 7 Barbára Sól Gísladóttir 4 Grace Rapp 4 Magdalena Anna Reimus 3 Allison Murphy 2 Hrafnhildur Hauksdóttir 2
Lykilmenn Dagný Brynjarsdóttir, 28 ára miðjumaður Anna Björk Kristjánsdóttir, 30 ára varnarmaður Hólmfríður Magnúsdóttir, 35 ára sóknarmaður
Valur í Reykjavík Ár í deildinni: 44. tímabilið í röð í efstu deild (1977-) Ellefu Íslandsmeistaratitlar (síðast 2019) Þrettán bikarmeistaratitlar (síðast 2011) Sæti í fyrra: Íslandsmeistarar í Pepsi Max Þjálfari: Pétur Pétursson (3. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Elín Metta Jensen 16 Hlín Eiríksdóttir 16 Margrét Lára Viðarsdóttir 15 Fanndís Friðriksdóttir 7 Elísa Viðarsdóttir 2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir 2
Lykilmenn Elín Metta Jensen, 25 ára sóknarmaður Guðný Árnadóttir, 19 ára varnarmaður Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, 33 ára miðjumaður
Breiðablik í Kópavogi Ár í deildinni: 32. tímabilið í röð í efstu deild (1989-) Sautján Íslandsmeistaratitlar (síðast 2018) Tólf bikarmeistaratitlar (síðast 2018) Sæti í fyrra: 2. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Þorsteinn Halldórsson (6. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 Agla María Albertsdóttir 12 Alexandra Jóhannsdóttir 11 Hildur Antonsdóttir 4 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 4
Lykilmenn Berglind Björg Þorvaldsdóttir, 28 ára sóknarmaður Rakel Hönnudóttir, 31 árs miðjumaður Agla María Albertsdóttir, 20 ára sóknarmaður
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Valur Breiðablik Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Vongóðu liðin (4. til 5. sæti) Vísir er að spá fyrir um lokastöðuna í Pepsi Max deild kvenna og nú er komið að tveimur liðunum sem ættu að koma örugglega mjög bjartsýn og vongóð til leiks í sumar. 10. júní 2020 14:00 Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Fallbaráttan (8. til 10. sæti) Vísir mun á næstu dögum spá fyrir um lokastöðuna í Pepsi Max deild kvenna og við byrjum á því að fara yfir liðin sem við teljum munu vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. 8. júní 2020 14:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Vongóðu liðin (4. til 5. sæti) Vísir er að spá fyrir um lokastöðuna í Pepsi Max deild kvenna og nú er komið að tveimur liðunum sem ættu að koma örugglega mjög bjartsýn og vongóð til leiks í sumar. 10. júní 2020 14:00
Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00
Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Fallbaráttan (8. til 10. sæti) Vísir mun á næstu dögum spá fyrir um lokastöðuna í Pepsi Max deild kvenna og við byrjum á því að fara yfir liðin sem við teljum munu vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. 8. júní 2020 14:00