Breiðablik

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
„Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna.

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Blikinn Andri Rafn Yeoman lék í kvöld sinn þrjú hundraðasta leik í efstu deild í fótbolta. Hann er sá fimmti sem nær þessum áfanga.

Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar
Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Stjörnunni í nágrannaslag á Kópavogsvelli þegar þriðja umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. Það var í uppbótartíma sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 2-1 sigur.

„Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“
Óli Valur Ómarsson var að vonum kampa kátur með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld en Breiðablik skoraði sigurmarkið í uppbótartíma til þess að tryggja sér 2-1 sigur.

Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu 0-2 undir gegn Þrótti Reykjavík í leik liðanna í 2. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Meistararnir létu ekki deigann síga og tókst að jafna metin í uppbótartíma, jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum.

Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin
Undanúrslit umspilsins um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð héldu áfram í dag. Breiðablik hefur nú jafnað metin gegn Ármanni á meðan Hamar er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Fjölni.

Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar
Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu ekki í neinum vandræðum gegn Fjölni og eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Á Húsavík var Lengjudeildarslagur og var það Þróttur Reykjavík sem fór með sigur af hólmi.

Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni
Hamar og Ármann eru með 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígum sínum í baráttunni um sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.

„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
„Ég er mjög ánægð með það sem ég hef afrekað, þó það sé engin draumastaða ef ég þarf að hætta svona,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta.

Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti
Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta af krafti og sýndu af hverju því er spáð að þær standi uppi sem meistarar að tímabilinu loknu. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

„Gott að vera komin heim“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld þegar þær kjöldrógu nágrana sína í Stjörnunni 6-1 í fyrstu umferð Bestu deild kvenna. Frábær byrjun á mótinu hjá Íslandsmeisturunum.

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu.

Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í sumar.

Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla
Vestri, Víkingur og Fram fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar önnur umferðin fór af stað. Nú ná sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur
Fram átti ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik og sigraði Breiðablik 4-2 í annarri umferð Bestu deildar karla. Blikar tóku tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Framarar settu fjögur mörk á tæpum tíu mínútna kafla seint í seinni hálfleik og tryggðu sín fyrstu þrjú stig á tímabilinu.

Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna
Valur er meistari meistaranna í fótbolta kvenna en liðið lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ á Kópavogsvelli í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sigurmark Vals og sá til þess að Hlíðarenda bæta þessu titli við í bikarsafn sitt.

Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri
Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu Bestu deild karla í fótbolta með flottum sigri í gærkvöldi en Blikarnir nýttu líka þennan opnunarleik mótsins til að vekja athygli á mikilvægu málefni.

Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti?
Íslandsmeistarar Breiðablik unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar í gær í fyrsta leik Íslandsmótsins í fótbolta árið 2025.

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Nýbakaði faðirinn Höskuldur Gunnlaugsson leiddi Breiðablik út á völl sem fyrirliði og skoraði fyrsta mark tímabilsins í 2-0 sigri gegn Aftureldingu.

Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 2-0 sigur gegn Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildar karla. Afturelding var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og fékk það erfiða verkefni að mæta Íslandsmeisturunum á útivelli. Ljóst var frá fyrstu mínútu að munnbitinn væri of stór fyrir mennina úr Mosfellsbænum að kyngja.

Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár
Besta deild karla í fótbolta fer af stað í kvöld með sögulegum leik þegar eitt félag og eitt bæjarfélag bætist í hóp þeirra sem hafa átt lið í deild þeirra bestu hér á landi.

Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa
Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja titilvörn sína í kvöld þegar þeir fá nýliða Aftureldingar í heimsókn í Smárann en þetta er opnunarleikur Bestu deildar karla í fótbolta í ár.

„Sé þá ekki vinna í ár“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Breiðablik sé vel í stakk búið til að verja Íslandsmeistaratitilinn en heldur samt að þeim takist það ekki.

Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 1. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Magnús Már Einarsson mun stýra fyrsta leik Aftureldingar í efstu deild í kvöld. Verkefnið er ærið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en þar stendur bróðir hans Anton Ari á milli stanganna. Móðir þeirra mun fylgjast spennt með úr stúkunni.

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Umtalaðasti maður undirbúningstímabilsins í íslenska fótboltanum var Gylfi Þór Sigurðsson en félagaskipti hans frá Val til Víkings vöktu mikla athygli. En Breiðablik vildi líka fá hann.

„Gerðum gott úr þessu“
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik.

Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA
Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja knattspyrnuvorið á sömu nótum og þær luku síðasta sumri en liðið tryggði sér Lengjubikarinn í kvöld með 4-1 sigri á Þór/KA.

Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu
Breiðablik, ríkjandi Íslandsmeistari karla í fótbolta, er um þessar mundir í æfingaferð erlendis. Í myndbandi af æfingu liðsins má sjá Þorleif Úlfarsson, uppalinn Blika, sem hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum og Ungverjalandi.