Systir Kim skipar sér stærri sess Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 12:00 Kim Jong Un og Kim Yo Jong í september 2018. Þá hafði hann hitt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og eru þau að skrifa undir yfirlýsingu í kjölfar fundarins. Vísir/AP Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana þar. Meðal annars hefur Kim, sem talin er vera rúmlega þrítug, slitið á samskipti ríkjanna og hótað því að loka sameiginlegum verksmiðjum í landamærabænum Kaesong. Ríkisstjórn Norður-Kórea hefur brugðist harkalega við dreifingu áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni. Þar hefur Kim farið fremst í flokki gegn Suður-Kóreu. Hún gaf út tilkynningu á vef KCNA opinberrar fréttaveitu ríkisins, þar sem hún kallaði þá sem dreifa bæklingunum „úrhrök“ og sagði þá varla mennska. Um er að ræða fólk sem flúið hefur frá Norður-Kóreu og sendir það bæklingana yfir landamærin víggirtu með blöðrum. Hún skammaði yfirvöld Suður-Kóreu einnig harðlega fyrir að stöðva dreifinguna ekki og sagði að Suður-Kórea myndi gjalda fyrir ef það yrði ekki gert. Frá því að KCNA birti fyrstu yfirlýsingu Kim í mars, hefur hún margsinnis gagnrýnt yfirvöld Suður-Kóreu í sambærilegum yfirlýsingum. Yfirvöld Suður-Kóreu hafa heitið því að reyna að fá dómstóla til að banna dreifinguna en því hefur ekki verið vel tekið í landinu og hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að fara gegn tjáningarfrelsi. Markmið systkinanna virðist vera að fá ívilnanir frá Suður-Kóreu varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um kjarnorkuvopn og eldflaugar einræðisríkisins fóru um þúfur í fyrra þegar Kim krafðist þess að slakað yrði á viðskiptaþvingunum áður en hann gæfi eftir í þróun kjarnorkuvopna. Bandaríkin vildu hins vegar aðgerðir áður en slakað yrði á þvingunum. Kim Yo Jong í Víetnam í mars í fyrra.AP/Jorge Silva 2018 og 2019 þegar Kim Jong Un var á ferð og flugi um heiminn fylgdi systir hans vonum víða. Hún sást meðal annars halda á öskubakka fyrir hann og ganga úr skugga um að hlutir væru honum að skapi. Ríkismiðlar Norður-Kóreu lýstu henni sem systur eða siðameistara hans. Nú hefur tónninn breyst. Í yfirlýsingu hennar á vef KCNA, sem vísað er til hér að ofan, er hún til að mynda titluð sem einn af æðstu stjórnendum miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Í samtali við Reuters segir einn sérfræðingur að þetta sé til marks um að nú eigi íbúar Norður-Kóreu að vita að Kim sé meira en systir einræðisherrans. Það sást einnig þegar ríkismiðlarnir sögðu frá því að samskiptum við Suður-Kóreu hafi verið hætt. Þá var sú ákvörðun sögðu runnin undan rifjum Kim Yo Jong og Kim Yong Chol, sem er hershöfðingi og mikill harðlínumaður. Er líklega næst í röðinni Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Kim Jon Un væri mögulega dáinn og fóru ýmsar vangaveltur af stað hver gæti tekið við af honum. Kim Yo Jong þótti mjög líkleg til að vera næst í röðinni. Norður-Kórea er þó mjög karllægt ríki og óvíst er hvort hún hafi burði til að tryggja sig í sessi ef bróðir hennar myndi falla frá skyndilega. Aukinn sýnileiki hennar að undanförnu er mögulega til marks um að Kim Jong Un hafi gert hana að erfingja sínum. Kim Jong Un á minnst einn son en sá er talinn á grunnskólaaldri.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira