„Eiginlega einhugur“ um að opna innri landamærin á undan þeim ytri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í Bítinu á morgun þar sem rætt var um fyrirhugaðar skimanir á landamærum Íslands og opnun ytri landamæra Schengen-samstarfsins. Sem kunnugt er hafa verulegar ferðatakmarkanir verið í gildi á ytri landamærum Schengen-svæðisins frá því í mars sem gerir það til að mynda að verkum að Bandaríkjamenn geta ekki ferðast hingað til lands, nema í mjög afmörkuðum tilvikum. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er kominn í lægð víða um heim hafa fulltrúar aðildarríkja Schengen hins vegar rætt sín á milli hvenær eigi að opna ytri landamærin aftur. „Núna hefur verið mikil umræða um hvenær eigi og hvernig eigi að opna. Mörg lönd eru auðvitað enn með talsverðar lokanir hjá sér, á innri landamærum og markmiðið, það er eiginlega einhugur, það eru nokkur lönd sem eru þessu ósammála, en markmiðið hjá flestum er þá að opna innri landamærin fyrst og leyfa þá frjálsa för fólks innan Schengen-svæðisins og opna síðan saman ytri landamærin,“ sagði Áslaug Arna í Bítinu. Landamæri Íslands hafa verið opin fyrir íbúa og ríkisborgara EES og Sviss, með þeim skilyrðum að þeir fari í fjórtán daga sóttkví við komu til landsins. Frá og með 15. júní munu þeir sem koma til landsins eiga kost á því að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað fjórtán daga sóttkvíar. Í gær sagði Áslaug Arna að það væri markmið Schengen-ríkjanna að opna innri landamæri sín á milli á tímabilinu frá 15. júní til 1.júlí en ytri landamæri Schengen-svæðisins yrðu áfram lokuð til 1. júlí. Áslaug Arna segir þó að Ísland hafi beint ákveðnun tilmælum til ESB og Schengen þar sem Ísland væri eyja sem þar að auki reiddi sig á ferðamenn sem kæmu utan Schengen-svæðisins. „Þess vegna höfum við nú beint þeim tilmælum að við værum til í að opna fyrr hjá okkur, sérstaklega ef þeir ætla, einhver lönd, að framlengja eftir 1. júlí, og taka þá upp brottfarareftirlit hér. Þannig að við verðum landamæri fyrir Schengen en hleypum aðilum hingað inn,“ sagði Áslaug Arna. Viðbrögð hafi þó ekki borist að utan við þessum hugmyndum, enn sem komið er.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira