Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:44 Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson tókust á í pontu Alþingis í gærkvöldi. Vísir/Samsett Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu. Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu.
Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira