Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:44 Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson tókust á í pontu Alþingis í gærkvöldi. Vísir/Samsett Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu. Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu.
Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira