Þarf Fjallið að fara að hafa áhyggjur af forminu hjá Eddie Hall? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 08:30 Eddie Hall setti þessar tvær myndir inn á Instagam reikninginn sinn þar sem sést vel hvað hann hefur bætt sitt form á þessum tíma. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu. Box Kraftlyftingar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira