Play áætlar að hefja leik næsta haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:26 Flugfélagið Play kynnt í Perlunni í nóvember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09