Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hituðu upp fyrir Pepsi Max-deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti í kvöld.
Þátturinn var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Í þættinum var farið yfir liðin tíu í Pepsi Max-deildinni og möguleika þeirra í sumar. Þá var spá Pepsi Max-marka kvenna afhjúpuð.
Pepsi Max-mörkin verða á dagskrá klukkan 20:00 öll fimmtudagskvöld í sumar. Sérfræðingar þáttarins eru Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Mist Rúnarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst klukkan 19:15 annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti KR. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.